Fróðaþing 3 203 Kópavogur
Fróðaþing 3 , 203 Kópavogur
Tilboð
Tegund Einbýli
StærÐ 452 m2
HERBERGI 12 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
4 8 4 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2008 99.280.000 78.350.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 452 m2
HERBERGI 12 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
4 8 4 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2008 99.280.000 78.350.000 0

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:
 
Glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum við Fróðaþing í Kópavogi, samtals að gólfleti 452,4 fm - Möguleiki á að útbúa aukaíbúð á jarðhæð. 

Lýsing eignar.
Forstofa: Flísar á gólfi, fatahengi, fataskápar. Innangengt í bílskúr. Bílskúr er með rúmgóður með steyptu gólfi, gluggar á hlið og inngönguhurð að utanverðu.
Gestasalerni: Við forstofu, flísar á gólfi, upphengt salarni, innrétting undir vaski.
Svefnherbergi: Rúmgott forstofuherbergi með harðparketi á gólfi, vatnslagnir eru til staðar.

Komið inn í rúmgott hol, opið þaðan inn í stórt eldhús með útgengi út á 70 fm timburpall, snýr í suðvestur.
Eldhús: Vönduð innrétting og mikið skápapláss, eldunareyja, borðkrókur, falleg gluggasetning.
Stórar samliggjandi stofur, með gólfsíðum gluggum til vesturs.

Í svefnálmu á neðri hæð eru tvö góð svefnherbergi með harðparketi á gólfi og baðherberbergi með flísum á veggjum og gólfi, upphengdu salerni, sturtu, innréttingu og glugga. Í öðru svefnherbergjanna væri hægt að setja upp eldhús, en allar lagnir eru til staðar, þannig væri hægt að útbúa aukaíbúð úr þessum hluta hússins með sérinngangi á austurhlið.
Loft neðri hæðar eru steypt með innfelldum halogen ljósum.

Úr holi liggur breiður, steyptur, parketlagður stigi upp á efri hæðina (bráðabirgða handrið á stiga) þar er komið upp í stórt sjónvarpshol með aukinni lofthæð, úr holi er útgengt á svalir. Loft í sjónvarpsholi er ófrágengið, og svalir eru einnig ókláraðar.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með harðparketi á gólfi, inn af hjónaherbergi eru fataherbergi og baðherbergi. Fataherbergið er tilbúið til inrréttinga. Fyrir ofan fataherbergi er geymsluloft. Baðherbergið er tilbúið til flísalagnar og baðtæki tilbúin til uppsetningar.

3 barnaherbergi: Rúmgóð barnaherbergi með harðparketi á gólfi.
Vinnuherbergi: Rúmgott herbergi, óklárað og með bráðabirgða gólfefni.
Baðherbergi: Flísar á veggjum og gólfi, baðkar, innrétting undir vaski, upphengt salerni, gluggi, sturta er ókláruð. 
Þvottahús: Flísar á gólfi, hvít innrétting, gluggi. 

Úr holi er einnig gengið niður í kjallarann sem er fullfrágenginn. Stórt og opið rými með harðparketi á gólfi. Í kjallara er einnig stór geymsla.

Raunstærð hússins er um 452 fm, þ.e. íbúð er skráð 346,6 fm og bílskúr 35,8 fm auk þess eru um 70 fm í kjallara, gluggalaust rými, sem ekki er skráð í fermetratölu hússins skv. FMR.

Gólfefni er smelluparket og flísar, allar innréttingar eru úr harðplasti með hnotuáferð.
Gluggar og allar hurðir, þ.m.t. bílskúrshurð er úr massífu maghoný.
Hiti er í öllum gólfum.
Lóð er tyrfð með gróðursettum trjám, og malarborin að hluta framan við bílskúr.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.