Danmörk, mön / hjelmvej 20 999 Óþekkt
Danmörk, mön / hjelmvej 20 , 999 Óþekkt
34.900.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 357 m2
HERBERGI 7 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
3 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 0 0 0
Tegund Einbýli
StærÐ 357 m2
HERBERGI 7 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
3 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 0 0 0

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir til sölu:

Stór eign/býli, sem nýtist bæði sem íbúðarhúsnæði og húsnæði til atvinnureksturs. 

Frábært tækifæri til að samtvinna fjölbreyttan atvinnurekstur og eigið heimili.

Býlið er staðsett á eyjunni Mön sunnan við Sjáland í Danmörku, í u.þ.b. 130 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Býlið er í 1.5 km fjarlægð frá strönd og jafnframt í skjóli frá bílaumferð, staðurinn er ofaní laut og umkringdur góðum trjávegg sem skýlir fyrir veðri og vindum.

Býlið er byggt árið 1860 á danska vísu í ferningslaga formi umhverfis húsagarð. Eignin telur 2 íbúðir, stóran sal, skrifstofu og stórar áfastar byggingar sem bjóða upp á margvíslega möguleika til atvinnureksturs. Að auki eru u.þ.b. 200 fermetrar ónýttir í einu horni byggingarsamstæðunnar og möguleikar á að innrétta ris (há lofthæð). 
Býlið stendur á stóru eignarlandi (1.48 hektarar/ 14.800 fm) í friðsælu umhverfi í sveit og í aðeins 1.5 km fjarlægð frá strönd á eyjunni Mön í Danmörku. Mön er einn vinsælasti ferðamannastaður Danmerkur og er e.t.v. einna þekktust fyrir hvíta krítarkletta sína (Möns Klint), og fallegar strendur.

Býlið skiptist með eftirfarandi hætti:

Aðalíbúðarhús: 145 fm
Konsertsalur: 125 fm, þar af 25 fm svalir
Skrifstofurými 12 fm
Auka íbúð: 75 fm

Hesthús: 270 fm
Bílskúr: 300 fm
Ónýttir hlutar: 200 fm

Lýsing eignar:
Aðalíbúðarhúsið sem hefur verið gert upp er 145 fm. Á jarðhæð eru tvær rúmgóðar stofur, eldhús, eitt svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, lítið búr, og geymsla. Á efrihæð undir súð (góð lofthæð) er stórt svefnherbergi. Íbúðin er sérstaklega falleg og rúmgóð og umhverfið einstakt með útgangi úr stofu og borðstofu út í fallegan garðinn.

Í nýlega uppgerðum (2006) hluta eignarinnar er fullbúinn og glæsilegur konsertsalur (Soloperasalen) með frábærum hljómburði. Stórar svalir eru yfir hluta salarins sem hægt er að nýta á ýmsan hátt. Stærð salarins og svalanna er 125 fm (þar af svalirnar 25 fm). 

Á milli konsertsalarins og nýinnréttuðu auka íbúðarinnar er skemmtilega hannað skrifstofurými, 12 fm. 

Nýinnréttuð (2013) og fullbúin íbúð á jarðhæð. Stofa með eldhúsi, baðherbergi og á efri hæð eru tvö góð herbergi heildarstærð 75 fm. Hluti af neðri hæðinni er með lofthæð upp í rjáfur sem gefur íbúðinni fallega birtu og hinn óvenjulegi stíll með terracotta flísum og skemmtilegri notkun á gömlum trjábolum og trévinnu fær að njóta sín.

Öll vinna á nýuppgerðum hluta eignarinnar er fyrsta flokks og býður uppá margvíslega nýtingu.

300 fm. stór skemma og 270 ferm stórt hesthús eru áföst við eignina þar sem búið er að gera upp búgarðinn. Auk þess er stór hluti hússins eða u.þ.b. 200 fm. enn óinnréttaður og býður upp á uppbyggingu sem nýta mætti í margvíslegum tilgangi.

Möguleikar á atvinnurekstri á þessari eign eru margir. Salurinn einn og sér býður upp á alls kyns uppfærslur t.d. tónlistarflutning og/eða aðra listviðburði s.s. myndlistarsýningar, námskeið, jóga, dans o.s.frv. Æfingabúðir fyrir listamenn væri kjörið á stað sem þessum og eins upptökur á tónlist í kyrrðinni sem þarna ríkir.
Rýmið allt er mjög hentugt fyrir vinnubúðir, fyrirtækjavinnufundi og skrifstofurýmið hentar fyrir ritstöf, rannsóknarstörf, þýðingarstörf, og fl.og fl.
Hægt er að reka þarna listaakademiú og er staðurinn og umhverfið einstaklega heppilegt til slíkra nota. Skemman og hesthúsið býður t.d upp á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn og myndhöggvara. Eins væri hægt að innrétta hesthúsið fyrir gistirými með tilliti til ferðaþjónustu. Þá eru líka miklir möguleikar á að leigja út litlu íbúðina fyrir ferðamennn þar sem þessi eyja er ferðamannaparadís, eða leigja hana út á frjálsum markaði.

Áhvílandi lán eignarinnar sem kaupendur gætu tekið yfir eru á góðum kjörum. Nánari upplýsingar hjá Híbýli fasteignasölu.

Eigninni fylgir rétt tæplega 1.5 hektara svæði.  Húsagarður, mjög stórt bílastæði sem áður var notað sem reiðvöllur, 2 stórir akrar, grasblettir utanmeð íbúðarlengjunni, jurtagarður og lítil tjörn umkringd trjám.  Fyrir utan mörg falleg tré, háar aspir, hlyn, háa beykirunna, grenitré, gullregn, stokkrósir, rhodendron runna, páskaliljur og túlípana, rósir og önnur blóm, vex á jörðinni ógrynni af ávöxtum og hægt að vera með stóran grænmetisgarð ásamt jurtum.  Í augnablikinu vex villt klettasalat, steinselja, piparmynta, oregano, graslaukur, hvítlaukur, lavendel, sítrónumelissa, 8 sortir af eplum, mirabellur, plómur, 3 sortir af kirsuberjum, perur, sólber, stikkilsber, vínber, rabbabari og margt fleira.  Garðarnir eru fullir af ríku fuglalífi, ma. fasönum sem spígspora um garðinn, ógrynni af fiðrildum, villtum dádýrum, hérum og broddgöltum

Hér er á ferðinni einstakt tækifæri í algjörri paradís sem býður uppá óþrjótandi möguleika fyrir öflugt og duglegt fólk. 

Verð: 34,9 milljónir ISK. / ca. 2,2 milljónir DKK


Nánari upplýsingar um eignina á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða olafur@hibyli.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.