Skildinganes 54 101 Reykjavík (Miðbær)
Skildinganes 54 , 101 Reykjavík (Miðbær)
169.000.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 456 m2
HERBERGI 8 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
4 4 3 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1983 113.050.000 183.200.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 456 m2
HERBERGI 8 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
4 4 3 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1983 113.050.000 183.200.000 0

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:

Glæsilegt og einstakt 456,5 fm einbýlishús við Skildinganes.
Húsið stendur á sjávarlóð við Skerjafjörðinn með víðáttumiklu útsýni yfir fjörðinn til Álftaness og til suðurs.
 
Húsið skiptist þannig:


Forstofa: Steinskífa á gólfi, innbyggður fataskápur.  
Bílskúr: Innangengt í tvöfaldan, 41,5 fm bílskúr.
Gestasnyrting:  við forstofu, mosaikflísar á hluta veggja, upphengt salerni, glervaskur, steinskífa á gólfum, gluggi.
Eldhús: Úr holi er gengið inn í rúmgott eldhús, falleg og vönduð eikarinnrétting með massífum viðarborðplötum, eldunareyja með loftfestum háfi,  borðkrókur er áfastur við eyjuna, tveir gluggar, steinskífa og eikarparket á gólfi.
Þvottahús: Inn af eldhúsi, flísar á gófi, innrétting með vaski, tveir gluggar.
Hol/borðstofa: Stór borðstofa er í miðrými hússins, stórir gólfsíðir gluggar, mikil lofthæð, viðarklædd loft.
Hjónasvíta: Stórt hjónaherbergi með miklum innbyggðum fataskápum úr eik, stórir gluggar til vesturs, eikarparket. 
Baðherbergi: Innangengt í fallegt baðherbergi með marmaraflísum í hólf og gólf, stór sturtuklefi, með mósaikflísum í botni.
Stofur:  Gengið upp hálfa hæð um steyptan stiga með steinskífu í afar stórar og fallegar stofur með gólfsíðum gluggum með stórfenglegu og óhindruðu sjávarútsýni, þar útaf eru opnar svalir.
Arinn í setustofu, sjónvarpsstofa í austurenda, ljós teppi eru á stofum,  mikil lofthæð, loft eru viðarklædd loft. 

Neðri hæð:  Gengið úr borðstofu niður á neðri hæð í hol/setustofu, þaðan er gengið út á fallega lóð með hellulögn og heitum potti.
Herbergi: Rúmgott með góðum fataskápum úr eik.  
Baðherbergi:  Bláar flísar á veggjum, ljósar flísar gólfi, baðkar og tveir vaskar með hvítri innréttingu undir, steyptur og flísalagður sturtuklefi, gluggi.
Alrými: Áður voru þar tvö herbergi, eldhús í rýminu, sem er parketlagt, þar væri einnig auðvelt að koma fyrir baðherbergi, gangur framan við eldhús með útgangi til austurs. Væri auðvelt að gera sér íbúð úr þessum hluta hússins. 

Neðsti pallur:  Stórt rými neðan við stigann, þar væri hægt að gera eitt til tvö herbergi og setja glugga á gaflinn. Þar inn af er stórt lagnarými og geymsla.

Húsið er afar glæsilegt og vandað og mikill metnaður hefur verið lagður í alla hönnun, innréttingar og frágang hússins. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar eikarinnréttingar. Skápahurðir og innihurðir eru spónlagðar lárétt á miðju og lóðréttur rammi þar utan um. 
Lóð er gróin og tyrfð að mestu. Stéttar eru hellulagðar að húsi og framan við bílskúr.

Húseign í algjörum sérflokki.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is - og hjá Ingibjörgu Þórðardóttur löggiltum fasteignasala s. 864-8800

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.