Maríubakki 12 109 Reykjavík
Maríubakki 12 , 109 Reykjavík
34.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 88 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1970 24.850.000 32.600.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 88 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1970 24.850.000 32.600.000 0

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:

Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja, 88,3 fm útsýnisíbúð á 3. hæð (efstu) í vel staðsettu fjölbýlishúsi í Maríubakka.
Ibúðin er laus til afhendingar við kaupsamning.  


Lýsing eignar:
Forstofa/hol: Parket á gólfi, hvítmálaður fataskápur, svefnálma beint af augum.
Stofa/borðstofa: Rúmgóð stofa, útgengi á suðvestursvalir með víðáttumiklu útsýni til vesturs.
Eldhús: Endurnýjuð hvítlökkuð innrétting, flísar milli neðri- og efri skápa, borðkrókur fyrir enda eldhúss, góður gluggi. Inn af eldhúsi er þvottahús með glugga og þar innaf er geymsla/búr.
Baðherbergi: Flísar á hlutaveggja,  gólfi, salerni er endurnýjað, nýleg innrétting, skápur undir vaski og hár skápur þar við hliðina.  
Hjónaherbergi: Gott herbergi, hvítmálaður fataskápar og opið fatahengi þar við hliðina.
Barnaherbergi: Herbergi við hlið hjónaherbergis. 
Nýtt harðparket á allri íbúðinni nema baðherb. þvottah. og geymslu.

Sameiginleg geymsla og hjóla- og vagnageymsla í kjallara, þar er einnig sér  geymsla, sem fylgir íbúðinni.

Endurbætur á eigninni:

2005 voru eldhús og baðherbergi endurnýjuð frá grunni. Nýjar innréttingar, öll tæki og flísar. Á síðustu 3,5 ári hafa allir ofnar nema í þvottahúsi og baði verið endurnýjaðir.
Skipt hefur verið um gler og glugga í báðum herbergjum.
Skipt hefur verið um gler og allan ramma að utan í stofuglugga.
2011 voru öll opnanleg fög endurnýjuð sem og svalahurð.
Ný hurð fram á gang var sett (eldvarnarhurð skv staðli).
Nýtt harðparket og gólflistar sett á alla íbúðina(apríl 2019) fyrir utan baðherbergi og þvottahús/geymslu.

Byrjaðar eru viðhaldsframkvæmdir á blokkinni sem seljandi greiðir. Húsið verður allt múrviðgert og málað. Einnig verður gert við svalir og tröppur þar sem þarf. Skipt verður um glugga þar sem þarf, m.a. alla glugga í stigagangi Maríubakka 12. Allt þakjárn verður endurnýjað ásamt þakkanti þakrennum og niðurfallsrörum.  Áætluð verklok eru í nóvember 2019.


Barnvænt umhverfi, stutt í grunnskóla, leikskóla, verslun og alla þjónustu í Mjóddinni.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.