Skihotel speiereck - austurríki 0 999 Óþekkt
Skihotel speiereck - austurríki 0 , 999 Óþekkt
Tilboð
Tegund Atvinnuhúsnæði
StærÐ 921 m2
HERBERGI 20 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 18 20 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 0 0 0
Tegund Atvinnuhúsnæði
StærÐ 921 m2
HERBERGI 20 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 18 20 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 0 0 0

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir til sölu:

Afar fallegt og sjarmerandi 19 herbergja skíðahótel í fullum rekstri í Austurrísku Ölpunum.
Stærstur hluti innbús og fylgihluta til reksturs hótelsins fylgja með í kaupunum.

Nánari lýsing
Framan við húsið er malbikað bílastæði fyrir ca. 7 bíla.
1.hæð/götuhæð: Skiptist í lobby/móttöku með afgreiðsluborði, skíðageymsla, tvö salerni, stórt íbúðarherbergi með sér svölum, stóran matsal og bar, sjónvarps/setustofa fyrir gesti inn af matsal.
Eldhús: fullbúið með flísum á gólfi, gluggi.

2. hæð: Fimm herbergi eru á hæðinni. Stórt tvöfalt fjölskylduherbergi með svölum. Fjögur 2ja manna herbergi (þar af þrjú með útgengi á svalir). Eitt einstaklingsherbergi. 
3. hæð: Þrjú 2ja manna herbergi. Tvö 3ja manna herbergi. Eitt einstaklingsherbergi.
4. hæð/rishæð: Tvö herbergi (2ja manna og 4ra manna) sameiginlegt baðherbergi á milli herbergjanna.
Kjallari: Í hluta kjallara er nýlega endurnýjaður saunaklefi með sætaplássi fyrir 10 manns, flísalögð sturta, þar við hliðina er svæði með nuddbekk
Í kjallara eru einnig fjögur herbergi. Tvö 2ja manna herbergi. Tvö stór fjölskylduherbergi.

Í kjallara er einnig hituð skíðageymsla, þvottahús, geymslur, búr fyrir matvæli, kalt rými og stór manngengur kælir.

Hótelið er staðsett í bænum St. Michael í Lungau héraði í Austurrísku Ölpunum. Svæðið heyrir undir Salzburgerland.

Sonnenbahn kláfurinn sem flytur skíðafólk á Speiereck skíðasvæðið er í fimm mínútna göngufæri frá hótelinu.
Mörg önnur skíðasvæði eru í nágrenninu, 5-20 mínútur í keyrslu, Aineck, Katschberg, Fanningberg, Mauterndorf. Oberntauern svæðið er síðan í ca. 25-30 mínútna fjarlægð.

Á sumrin tekur svæðið á sig aðra mynd. Iðagrænn dalurinn er mikil perla fyrir, göngufólk, hjólareiðamenn og annað útivistarfólk. Einnig er 18 holu golfvöllur (Golfclub Lungau/Katchberg) í nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Hótelinu.

Vegalengdir: 
Salzburg - 100 km
Munchen - 280 km
Ítölsku landamærin/Udine - 100 km.

Hótelið er mörgum Íslendingum að góðu kunnugt en íslenskar ferðaskrifstofur hafa um árabil verið í samstarfi við Hótelið.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.