Fjóluklettur - byggingarlóð 22 310 Borgarnes
Fjóluklettur - byggingarlóð 22 , 310 Borgarnes
Tilboð
Tegund Lóð
StærÐ 244 m2
HERBERGI 0 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 0 6.670.000 0
Tegund Lóð
StærÐ 244 m2
HERBERGI 0 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 0 6.670.000 0

Eignin er seld og er í fjármögnunarferli


Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:

Glæsileg byggingarlóð við sjávarsíðu á fallegum stað við sjávarsíðu í Borgarnesi með einstöku og víðáttumiklu útsýni.


Um er að ræða 817,0 m² einbýlishúsalóð í friðsælum hluta bæjarins. Lóðin er endalóð í botnlanga með útsýni yfir Borgarfjörð og til fjalla og þaðan sést meðal annars til Baulu, Eiríksjökuls og Skessuhorns. 
Teikning af húsi með bílskúr fylgir, 244,3 m² (Einbýli 194,3 m² og bílskúr 50m²). Búið er að jarðvegsskipta og steypa sökkla fyrir hús samkvæmt fyrirliggjandi teikningu.
Gatnagerðargjöld eru greidd en áður útgefið byggingarleyfi þarf að endurnýja. 
Núverandi staða samkvæmt Þjóðskrá Íslands vegna lóðarinnar er byggingarstig 2 –Undirstöður.

Borgarnes er eitt fallegasta bæjarstæði landsins með holtum sínum og klettum og er aðeins klukkutíma akstur frá Reykjavík. Öll þjónusta er til staðar í bænum, mögnuð náttúra, fuglalíf, gönguleiðir, veitingastaðir, kaffihús, hótel, söfn, setur, sundlaug og 18 holu golfvöllur, Hamarsvöllur, er rétt fyrir ofan bæinn. 

Bærinn tengist Egilssögu órjúfanlegum böndum og rétt við lóðina stendur Kveldúlfshöfði en þar er talið að kistu Kveldúlfs, föður landnámsmannsins Skallagríms, hafi rekið á land. 
Samkvæmt Egilssögu lést Kveldúlfur á hafi úti en áður en hann dó skipaði hann mönnum sínum að segja við Skallagrím að byggja sér "bústað sem næst því, er eg hefi að landi komið."

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali í síma 864-8800 eða á netfanginu [email protected]
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.