Gjáhella 13 221 Hafnarfjörður
Gjáhella 13 , 221 Hafnarfjörður
54.600.000 Kr.
Tegund Atvinnuhúsnæði
StærÐ 146 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2018 37.050.000 30.050.000 0
Tegund Atvinnuhúsnæði
StærÐ 146 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2018 37.050.000 30.050.000 0

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:

Iðnaðarhúsnæði (endahúsnæði) á tveimur hæðum í nýlegu stálgrindarhúsi (byggðu 2018) við Gjáhellu 13 í Hafnarfirði. Húsnæðið sem er merkt 0101 er skv. fasteignaskrá skráð 146,5 fm. Þar af er efri hæðin skráð 71,6 fm, stigahús 3,5 fm og neðri hæðin skráð 71,4 fm.
  
Stigahús og inngangur í húsnæðið er vinstra megin, teppalagður stigi er upp á efri hæðina og hefðbundin inngönguhurð í neðri hluta húsnæðisins er á hægri hönd í stigahúsi.
 
Efri hæð:  
Stórt opið skrifstofurými með harðparketi á gólfi, sem skiptist í vinnuaðstöðu (stórt skrifborð) með nokkrum vinnustöðvum og setustofu/setkrók. Búið er að stúka af skrifstofu með gleri sem er innrammað með stáli, gler rennihurðir með stálramma, harðparket á gólfi, gluggi. Stórar og veglegar bókahillur á veggnum sem snýr að stiganum. Eldhúskrókur með svartri nýlegri innréttingu, viðarborðplötu og vaski. Baðherbergi er mjög snyrtilegt, flísar á gólfi og hluta veggja, upphengt salerni, sturtuklefi, vaskinnrétting, stærri skolvaskur og gluggi. Húsnæðið er í enda byggingarinnar og er með gluggum á tveimur hliðum ásamt loftglugga.

Neðri hæð
Er nýtt sem lagerhúsnæði. Húsnæðið skiptist í eitt opið rými og salerni. Salerni er innst í rýminu, flísar á gólfi, upphengt klósett, vaskur og stærri skolvaskur. Rýmið undir stiganum er lokað af með öryggishurð, og þar er því unnt að geyma verðmæti. Epoxygólf, lofthæð um 4 metrar. Stór innkeyrsluhurð (340*380) er á neðri hæðina. Einnig er hefðbundin inngönguhurð frá bílastæðinu (við hlið innkeyrsluhurðarinnar)

Lóðin er frágengin með malbikuðum bílastæðum.
Húsið er stálgrindarhús á steinsteyptum járnbentum sökklum, með stálsamlokueiningum úr völsuðu stáli með einangrun á milli.


Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.