Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu Falleg og rúmgóð 2ja herbergja íbúð á 5.hæð með fallegu útsýni í húsi fyrir 60 ára og eldri við Grandaveg 47.Íbúðin er 73,6 fm, þar að auki fylgir sérgeymsla í kjallara sem er ekki inni í birtri fermetratölu eignarinnar.
Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala í síma 865-8515 eða á netfanginu [email protected] Frábær staðsetning, stutt í verslanir, sundlaug/heilsurækt, og alla helstu þjónustu. Einnig stutt í miðborgina.Húsvörður býr í húsinu - tvær lyftur.
Lýsing eignar:
Forstofa: nýlegt harðparket á gólfi, fataskápur.
Eldhús: hvít innrétting með beykiköntum, harðparket á gólfi, borðkrókur, gluggi með fallegu útsýni til sjávar.
Borðstofa: milli eldhúss og setustofu, nýlegt harðparket á gólfi.
Setustofa: rúmgóð og björt, harðparket á gólfi, gluggar í tvær áttir, útgengi á svalir sem snúa í suðaustur inn í garðinn.
Svefnherbergi: parket á gólfi, fataskápur, gluggi með fallegu útsýni.
Baðherbergi: dúkur á gólfi, flísar á veggjum, ljós viðarinnrétting, sturta sem gengið er slétt inní, tengi fyrir þvottavél.
Íbúðinni fylgir
sérgeymsla í kjallara, ath. geymsla er ekki skráð í birta fermetratölu eignarinnar.
Húsvörður er í húsinu. Sameign er snyrtileg og vel umgengin. Tveir inngangar eru í húsið (sunnan og norðan við húsið)
Sameiginlegur veislusalur er á efstu hæð hússins.
Einnig er í sameign heitur pottur í afgirtum garði suðvestan við húsið.
Á jarðhæð er saunaklefi og æfingatæki sem íbúar hafa aðgang að.
Frábær staðsetning, stutt í verslanir, sundlaug/heilsurækt, og alla helstu þjónustu. Einnig stutt í miðborgina.
Örstutt gönguleið á Aflagranda 40 en þar er félagsmiðstöðin Vesturreitir. Þar er völ á hádegisverði auk þess sem þar er boðið upp á fjölbreytt námskeið, leikfimi, hársnyrtingu og fleira.Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali 864-8800 / [email protected]