Eignin er seld og er í fjármögnunarferli
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Falleg og vel skipulögð 4-5 herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr í nýlega viðgerðu húsi við Háaleitisbraut 38 í Reykjavík.
Eignin er samtals 132,8 fm (þar af geymsla 6,8 fm og bílskúr 20,7 fm)
Lýsing eignar: Forstofa/hol: parket á gólfi, fatahengi.
Setustofa: rúmgóð og björt setustofa/borðstofa, parket á gólfi, útgengi á svalir sem snúa í vestur.
Eldhús: dúkur á gólfi, viðarinnrétting með góðu skápa og vinnuplássi, flísalagt ofan við neðri skápa, borðkrókur, gluggar.
Hjónaherbergi: rúmgott herbergi, dúkur á gólfi, fataskápar.
Barnaherbergi 1: gott herbergi, kókosteppi á gólfi, fataskápur.
Barnaherbergi 2: dúkur á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: flísar á veggjum og gólfi, hvít innrétting, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, baðkar, gluggi.
Bílskúr: endabílskúr í bílskúralengju framan við húsið fylgir íbúðinni, búið er að koma fyrir salerni fremst í bílskúrnum og stúka af vinnurými í aftari hluta bílskúrsins.
Skápur á stigapalli framan við íbúðina fylgir eigninni.
Íbúðinni fylgir
sérgeymsla (6,8 fm) í kjallara hússins og aðgangur að sameiginlegu
þvottahúsi Viðhald/endurbæturHúsið var múrviðgert og málað (vesturhlið og norðurgafl árið 2016) og (austurhlið og suðurgafl árið 2013)
Þakjárn hússins var endurnýjað árið 2008
Frárennslislagnir undir húsinu voru fóðraðar árið 2013 og settir nýir brunnar.
Bílaplan við húsið var malbikað 2019.
Teppi í stigahúsi var endurnýjað og stigahús málað 2021.
Falleg íbúð á eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni - stutt í alla helstu verslun og þjónustu - Kringlan í göngufæriNánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]