Þórunnarstræti 114 101 600 Akureyri
Þórunnarstræti 114 101 , 600 Akureyri
Tilboð
Tegund Fjölbýli
StærÐ 105 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1946 50.050.000 47.050.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 105 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1946 50.050.000 47.050.000 0

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:  
              
Falleg og algjörlega endurnýjuð þriggja herbergja íbúð í mikið uppgerðu húsi við Þórunnarstræti 114 á Akureyri.  
Eignin er samtals skráð 105,8 fm, þar af sérgeymsla (áður bílskúr) 24,7 fm, sem gæti nýst til útleigu eða sem stúdíó. 

Íbúð 0101  
Þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi, gengið inn frá Þórunnarstræti.  

Lýsing eignar:
Forstofa: vinylparket á gólfi, fataskápur. Eldhús/borðstofa: ný hvít innrétting með viðarborðplötu, borðkrókur og gluggi.
Setustofa: rúmgóð og björt, vinylparket á gólfi, gluggar í tvær áttir. 
Svefnherbergi 1: rúmgott herbergi við stofu, vinylparket á gólfi, fataskápar.
Baðherbergi: vinylparket á gólfi, flísar á veggjum, hvít innrétting undir vaski, upphengt salerni, flísalagður sturtuklefi með glerhlið, tengi fyrir þvottavél.
Svefnherbergi 2: við forstofu, vinylparket á gólfi, fataskápur.

Húsið er tvær hæðir auk kjallara með 4 íbúðum/fastanúmerum. Í kjallara eru þrjú rúmgóð geymslurými/stúdíó sem fylgja þremur af fjórum íbúðum.

Húsið hefur að undanförnu fengið mikið viðhald og endurnýjun, m.a hefur verið lagður gólfhiti í allar íbúðir.
Allar lagnir hússins er nýjar, þ.m.t. raflagnir, neysluvatnslagnir, hitalagnir og frárennslislagnir. Gler og gluggar íbúðarinnar hafa öll verið endurnýjuð.
Húsið var einnig málað að utanverðu 2022.

Falleg aðkoma að húsinu og snyrtilegt í kringum húsið allan hringinn. Grjóthleðsla, gangstéttar og stórt nýmalbikað bílaplan með snjóbræðslukerfi og rafhleðslustöð.

Mjög vel staðsett íbúð miðsvæðis á Akureyri - örstutt frá sundlaug Akureyrar og miðbænum.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.