Gautland 11 108 Reykjavík (Austurbær)
Gautland 11 , 108 Reykjavík (Austurbær)
64.500.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 77 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1968 31.450.000 51.550.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 77 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1968 31.450.000 51.550.000 0

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:    

Mjög falleg og mikið endurnýjuð 3ja herb íbúð í nýlega viðgerðu húsi á eftirsóttum stað í Fossvoginum, íb. á 2. hæð en gengið upp hálfa hæð frá inngangi.

Bókið skoðun hjá Ingibjörgu löggiltum fasteignasala í síma 864-88800 eða á netfanginu [email protected]

Húsið var múrviðgert og málað að utanverðu 2022
Þakjárn hússins var endurnýjað 2022
Klóaklagnir hússins voru fóðraðar 2015
Gluggar á norðurhlið í þessari íbúð voru endurnýjaðir fyrir 5 árum

Framkvæmdum lauk á síðasta ári og kostnaður við þær var um 4 millj. fyrir þessa íbúð og eru að fullu greiddar.


Nánari lýsing:
Anddyri/hol:
 nýtt eikarplankaparket frá Birgisson á gólfi, fataskápur.
Stofa: Stofan er björt og rúmgóð, nýtt og vandað eikar plankaparket frá Birgisson. Í stofu er gengið út á rómgóðar suðursvalir, sem eru meðfram allri íbúðinni.
Hjónaherbergi: rúmgott herbergi, nýtt eikar plankaparket á gólfi.
Barnaherbergi: einnig gott herbergi, nýtt eikar plankaparket á gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergið er mjög smekklega endurnýjað (nýgert 2023), flísar á veggjum og gólfi, hvít innrétting undir vaski, upphengt salerni, baðkar. Öll tæki í baðhergergi eru afar vönduð og keypt í Tengi.
Eldhús:  Var endurnýjað fyrir nokkrum árum, ljós HTH viðarinnrétting frá Ormsson, granítborðplötur, stór gluggi, borðkrókur, korkflísar á gólfi.

Íbúðinni fylgir sérgeymsla (4,9 fm) á jarðhæð hússins.

Í sameign er hjóla- og vagnageymsla ásamt þvottahúsi, sem nýlega var málað og lagfært. 

Mjög falleg og vel staðsett íbúð - stutt í grunn- og leikskóla, og æfingasvæði Víkings. Fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði í Fossvogsdal í næsta nágrenni. Grímsbær í tveggja mín. göngufæri.
Frábær eign sem hentar bæði ungu fólki og einnig þeim sem eldri eru og vilja fara í minna húsnæði. 


Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.