Calle pirineos-orihuela, spánn 61 999 Óþekkt
Calle pirineos-orihuela, spánn 61 , 999 Óþekkt
121.000.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 444 m2
HERBERGI 10 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
4 5 4 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2007 0 0 0
Tegund Einbýli
StærÐ 444 m2
HERBERGI 10 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
4 5 4 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2007 0 0 0

Híbýli fasteignasala s: 585-8800 kynnir stórglæsilegt 444 fermetra einbýlishús í Skandinavískum stíl í Las Filipinas á Spáni. Húsið er staðsett í einstaklega fallegu, mjög rólegu  og barnvænu einbýlishúsa hverfi í Las Filipinas. Stutt í nokkra frábæra golfvelli, skóla og aðra þjónustu. Nálægt grænu svæði með miklum útivistar möguleikum, jafnt sumar sem vetur.

Húsið var byggt árið 2007 og er á 2 hæðum ásamt kjallara. Húsið var að miklu leyti endurnýjað árið 2014. Stór garður með verönd og frábæru útsýni til La Manga. Sól allan daginn. Bjart eldhús opið við borðstofu. Rúmgóð stofa með fimm metra lofthæð og 4m hárri gler rennihurð með útsýni að sundlaug garðsins. Gólfhiti er á allri fyrstu hæð. Viðvörunarkerfi með skynjara bæði innan- og utandyra.

Nánari lýsing:
1. hæð - 130m2: Flísar á gólfum.
Hol með gestasalerni, gangur, sjónvarpsstofa, 1 svefnherbergi með sér
baðherbergi, eldhús, stofa/borðstofa.
2. hæð - 95 m2.: Parket á gólfum, nema baðherbergi sem er flísalagt.
Hjónaherbergi með sér baðherbergi og nuddbaðkari, 2 svefnherbergi, auka 
baðherbergi og bókaherbergi. 
Kjallari - 170 m2: Parket á gólfum, nema baðherbergi sem er flísalagt.
Sérinngangur, stofa/ svefnherbergi, heilsuræktaraðstaða með sturtu, 
snyrting, gert er ráð fyrir gufubaði eða tyrknesku baði, geymslu herbergi, 
verkfæraherbergi/vinnuaðstaða, skrifstofa, herbergi fyrir prentara og skjalasafn. 
Bílskúr - 40,46 m2:
Opinn bílskúr fyrir 2 bíla.

Stór garður með pálma trjám, ólífutré, furutré og ýmsum ávaxta trjám. 
Sundlaug: 4m x 9m, 2m djúp þar sem hún er dýpst, innbyggð lýsing.

Ýmsar upplýsingar:
Húsið er í Orihuela í Las Filipinas á Spáni, einnar klukkustundar akstur suður af Alicante.
Húsið er í grennd við nokkra frábæra golfvelli: 
Campoamor, 
Las colinas, 
Villa martin og 
Las ramblas.
El Limonar er alþjóðlegur barna og unglingaskóli sem er nálægt, þar er kennt á spænsku og ensku.

• Loftkæling í öllum svefnherbergjum. 
• Gaskútar byggðir inn í vegg utanhúss á lóðinni. 
• Afkölkunartæki fyrir vatn.
• Viðvörunarkerfi bæði inni og úti.
• Sjálfvirkt vökvunarkerfi í garðinum. 
 
Verð: 990 þúsund Evrur / u.þ.b. 152 milljónir ISK

Nánari upplýsingar um húsið ásamt teikningum er hægt að nálgast á skrifstofu Híbýla fasteignasölu í Kringlunni 4-6. sími 585-8800 eða [email protected] 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.