NÝLEGAR EIGNIR
Depluhólar 8 111 Reykjavík
Depluhólar 8
Hæð / 8 herb. / 150 m2
93.000.000Kr.
Hæð
8 herb.
150 m2
93.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu  Talsvert endurnýjuð neðri hæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi, innst í botnlanga á fallegum og rólegum stað við Depluhóla í Breiðholti - sér bílastæði ofan við húsið fylgir eigninni. Gengið af bílastæði niður um timburtröppur og þaðan er steypt stétt sem liggur að sérinngangi íbúðarinnar. Timburpallur er meðfram austurhlið hússins og munstursteypt stétt meðfram norðurhlið þess. Eignin getur verið laus til afhendingar fljótt. Bókið skoðun hjá Ingibjörgu löggiltum fasteignasala í síma 864-8800  Forstofa:  Flísar á gólfi, fataskápur. Úr forstofu er gengið inn í hol. Baðherbergi:  nýlega endurnýjað, flísar á veggjum og gólfi, upphengt salerni, sturta með glerhlið, innrétting undir vaski. Eldhús: Opið við hol og stofu, hvít innrétting er endurnýjuð, neðri skápar eru frá 2017 og efri skápar eru nýrri, gluggi á eldhúsi, borðstofa er við eldhús, flísar á gólfi með stórum gluggum. Borðstofa: Stór borðstofa, opin við eldhús og hol, stórir gluggar sem snúa til norðurs, víðáttumikið útsýni yfir borgina og út á Sundin og Esjuna.  Stofa:  Rúmgóð stofa, flísar á gólfi. Úr stofu er gengið inn í hjónaherbergi. Hjónaherbergi : inn af stofu, rúmgott herbergi, flísar á gólfi, fataskápar. (lægri lofthæð) Innri hluti hæðarinnar (er með lægri lofthæð, væri unnt að aðskilja við forstofugang og leigja út sem sér einingu) Gangur/svefnálma: Úr forstofu er gangur sem liggur að herbergjagangi þar sem eru fjögur góð svefnherbergi . Af sama gangi er gengið inn í miðrými, þar er mjög rúmgott herbergi með flísum á gólfi og glugga, lægri lofthæð er í þessum rýmum. Af innri gangi er einnig gengið inn í millirými/gang þar sem er  baðherbergi með flísum á gólfi og hluta veggja, tengi fyrir þvottavél. Á efri gangi er einnig gott herbergi/geymsla sem er gluggalaus. Íbúðin hefur verið töluvert endurnýjuð á síðustu árum. Stóra gráleitar flísar eru á öllum gólfum. Gluggar eru endurnýjaðir að mestu leyti nema stóri stofuglugginn og gluggi í eldhúsi. Sér rafmagnstafla er fyrir neðri hæð hússins. Garður er frágenginn, gervigras er á lóðinni, stéttar og timburpallar. Lóðin er afgirt. Húsið skiptist í tvær íbúðir, hvor hæð er algerlega í séreign þinglýstra eigenda hæðanna og lóð er í óskiptri sameign þeirra, hvor hæð telst vera 50% eignarhluti hússins en kann þó eitthvað að skarast í eignaskiptasamningi. Verið er að ljúka gerð nýs eignaskiptasamnings og verða birtir fermetrar þessa eignarhluta 150 fm, þar að auki fylgja ca 60 fm gluggalaust rými sem er stúkað niður í baðherbergi, geymslur og fleira sem hefur verið lýst hér að framan. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]  
NÝLEGAR EIGNIR
Haukshólar 9 111 Reykjavík
Haukshólar 9
Hæð / 7 herb. / 254 m2
115.000.000Kr.
Hæð
7 herb.
254 m2
115.000.000Kr.
Opið hús: 03. október 2023 kl. 17:00 til 17:30. Opið hús þriðjudaginn 3. október frá kl 17:00 til 17:30 - Haukshólar 9, 111 Reykjavík  Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:  Falleg og vel skipulögð hæð á útsýnisstað  við Haukshóla í Breiðholti. Elliðaárdalurinn í bakgarðinum og örstutt í fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði Eigninni fylgir einnig  stúdíó og geymslur á jarðhæð með sérinngangi, eldunaraðstöðu og salerni, mögulegt væri að leigja þessa einingu líka út. Eignin er skráð 254,8 fm, þar af bílskúr 45 fm. Þar að auki er fyrrgreint rými/studio undir neðri palli aðalhæðar hússins sem er ekki skráð í birta fermetratölu.  Bókið skoðun hjá  Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala í síma 865-8515 / [email protected] Lýsing eignar: Forstofa : Flísar á gólfi, fataskápar.  Gestasalerni : við forstofu, flísar á veggjum og gólfi, gluggi.  Herbergi 1 : rúmgottt herbergi við forstofu.  Úr forstofu er komið inn í stórt hol sem getur nýst sem sjónvarpsstofa, einnig væri þar hægt að stúka af herbergi. Parket á gólfi, útgengt um svalahurð og þaðan í bakgarð hússins sem snýr að Elliðaárdal. Herbergi 2 : rúmgott hjónaherbergi, parket á gólfi, fataskápar. Einfaldur fataskápur er einnig til móts við inngang í hjónaherbergi.  Herbergi 3 og 4 : eru tvö herbergi á teikningu en hefur verið sameinað í eitt, dúkur á gólfi (lítið mál væri að setja upp vegg og skipta því aftur) Baðherbergi : upprunalegt með flísum á veggjum og gólfi, viðarinnrétting undir vaski, flísalagður sturtuklefi, baðkar, gluggi  Gengið upp hálfan stiga á efsta pall hússins.  Setustofa : rúmgóð og björt, parket á gólfi, panell í loftum, arinn. Úr setustofu er gengið út í sólstofu sem er flíslalögð. Úr sólstofu er útgengt á svalir sem snúa að bílastæði framan við húsið. Borðstofa : opin við setustofu, parket á gólfum, fallegt útsýni yfir Elliðaárdalinn og út á sjó. Mögulegt væri að opna vegg sem aðskilur borðstofu og eldhús, (sjá teikningu) Eldhús : upphafleg innrétting, korkur á gólfi, borðkrókur, gluggi. Þvottahús : við eldhús, korkur á gólfi, hvít innrétting, tengi fyrir vélar, gluggi.  Úr forstofu á aðalhæð er gengið niður tröppur í rými sem er undir svefnálmu hússins, einnig er sérinngangur í þetta rými undir útitröppum hússins. Lægri lofthæð er í þessum hluta og er rýmið ekki skráð í birta fermetratölu eignarinnar. Á gangi framan við íbúðarrými er skolvaskur og þar innaf er stór geymsla með hallandi gólfi (lægri lofthæð) og glugga.  Forstofa : dúkur á gólfi.  Svefnrými: á vinstri hönd við inngang, plastparket á gólfi, gluggi. við svefnrými er lítið  salerni . Eldhúsaðstaða/stofa : samliggjandi, plastparket á gólfi. Tvöfaldur bílskúr  er undir svölum og sólstofu, tvöföld innkeyrsla fyrir framan. Hefðbundin inngönguhurð er líka á hliðinni á skúrnum. Gluggar eru á báðum bílskúrshurðum og báðum hliðum bílskúrsins. Hiti, rafmagn og rennandi vatn. Lóð er fullfrágengin, hellulagðar stéttir framan við húsið að inngangnum, tyrfð flöt með trjágróðri framan við húsið. Bílaplan er steypt.  Húsið að utanverðu var málað í fyrrasumar.   Afar vegleg eign sem býður uppá mikla möguleika. Góð staðsetning innst í botnlanga og tengsl við náttúruna í Elliðaárdalnum.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Efsti-dalur Lóð 2b 806 Selfoss
Efsti-dalur Lóð 2b
Sumarhús / 4 herb. / 67 m2
54.000.000Kr.
Sumarhús
4 herb.
67 m2
54.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Fallegur, vel skipulagður og mikið endurnýjaður sumarbústaður ásamt gestahúsi í landi Efsta Dals í Bláskógabyggð í námunda við Laugarvatn. Bústaðurinn var byggður árið 2000. Lýsing eignar: Forstofa : harðparket á gólfi, fataskápar. Setustofa : rúmgóð og björt setustofa með aukinni lofthæð, nýlegt harðparket á gólfi, stórir gluggar, opin við eldhús að hluta.  Eldhús : opið við stofu, harðparket á gólfi, hvít innrétting á tveimur hiðum, gluggar. Svefnherbergi 1 : við stofu, rúmgott herbergi með harðparketi á gólfum. Svefnherbergi 2 : við eldhús, einnig gott herbergi, harðparket á gólfi. Baðherbergi : harðparket á gólfi, upphengt salerni, hornsturtuklefi, innrétting undir vaski, gluggi. Timburverönd er umhveris allan bústaðinn. lóðin er skógi vaxin, há og tilkomumikil furu- og birki tré . Lín hallar til suður.  Víðáttumikið útsýn, þ.m.t. til Heklu og Eyjafjallajökuls. .  Gestahús : var komið fyrir árið 2020, vinstra megin þegar komið er að húsinu. Alrými með harðparketi á gólfi, snyrting með innréttingu undir vaski og glugga. Geymsluskúr er einnig á lóðinni. Góður bústaður á eftirsóttum og veðursælum stað steinsnar frá borginni og getur verið til afhendingar strax.. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]  
NÝLEGAR EIGNIR
Fálkagata 25 107 Reykjavík
Fálkagata 25
Fjölbýli / 4 herb. / 91 m2
88.500.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
91 m2
88.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Falleg og björt 91,2 fm 4ra herbergja neðri sérhæð í tvíbýlishúsi á  efirsóttum stað í Vesturbænum. Íbúðin skiptist þannig:   Forstofa: fatahengi, flísar á gólfi. Hol: tengir saman rými íbúðar. Stofa og borðtofa:  notaleg, opin og björt stofa með mikilli lofthæð, borðstofa er við eldhús, eikarparket á gólfum.  Eldhús:  ný og falleg innrétting með góðu skápaplássi, eikarparket, gluggi í eldhúsi sem snýr út að Fálkagötu.  Úr holi er gengið upp tvö þrep í svefnálmu. Baðherbergi: flísalagt í hólf og gólf, (hvítar flísar á veggjum, leirlitar flísar á gólfi) dökk innrétting undir baðvaski og hár skápur, þar við hliðina, álímd filma á baðskápum. Baðkar með sturtuaðstöðu, stór opnanlegur gluggi. Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi sem snýr inn í garðinn,   stórir innbyggðir fataskápar með álímdri hvítri filmu, eikarparket á gólfi. Barnaherbergi 1: Gott herbergi við hlið hjónaherbergis, snýr inn í garðinn, eikarparket, innbyggður fataskápur. Barnaherbergi 2 : Einnig gott herbergi við hlið hjónaherbergis, snýr að Fálkagötu, eikarparket, innbyggður fataskápur. Geymsla: Lítil geymsla með hillum og tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi.  Lóð:  Úr stofu er gengið út á stóran og skjólgóðan timburpall með heitum potti,. Stór og skjólgóður afgirtur garður þar fyrir framan. Geymsluskúr: Góður geymsluskúr á lóðinni fylgir eigninni. Húsið var töluvert endunýjað rétt eftir árið 2000 m.a. Innréttingar, gólfefni, gler & gluggar, járn á þaki, ofnar. Einnig hafa ofna- og neysluvatnslagnir verið endurnýjaðar svo og rafmagnstafla og rafmagnslagnir. Frábær staðsetning rétt við Háskóla Íslands, stutt í leik- og grunnskóla og í göngufæri við miðborgina og fallegar gönguleiðir við sjávarsíðuna. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Fálkagata 21 107 Reykjavík
Fálkagata 21
Fjölbýli / 4 herb. / 86 m2
87.000.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
86 m2
87.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Bjarta og fallega 3ja - 4ra herbergja útsýnisíbúð á 3. hæð í sjö íbúða fjölbýlishúsi við Fálkagötu 21 á besta stað í Vesturbænum. Íbúðin hefur öll verið arkitektahönnuð og endurnýjuð frá a-ö. Jafnt og þétt viðhald á byggingunni undanfarin ár.  Skv. fasteignaskrá er eignin skráð samtals 86,6 m2, þar af er íbúðin 81,3 m2 og sérgeymsla í kjallara 5,3 m2. Lýsing eignar: Komið er inn í rúmgóðan gang sem tengir öll aðalrými íbúðarinnar. Innbyggður fataskápur með spegli er fyrir enda gangsins. Rúmgott baðherbergi er á vinstri hönd með upphengdu salerni, sérsmíðuðum innréttingum með hvítri meganite-borðplötu sem í er innfelldur vaskur og vegghengd blöndunartæki með dökkri brons-áferð. Rúmgóð sturta með sérsmíðuðu gleri og innbyggðum sápuhillum. Blöndunartæki eru innfeld í vegg og sturtuhaus niður úr lofti með dökkri brons-áferð. Hvítar flísar á veggjum með dökkri brons-litaðri fúgu og ljósgrænar flísar á gólfi. Í öðrum enda baðherbergisins er aflokuð þvottaaðstaða með tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt hillum fyrir hreingerningaráhöld. Á hægri hönd eru tvö rúmgóð svefnherbergi með sérsmíðuðum fataskápum og -skúffum. Öðru herberginu, sem núverandi eigendur nota sem hjónaherbergi, er hægt að skipta í tvennt svo úr verði tvö lítil herbergi. Alrýmið er rúmgott með gólfsíðum gluggum sem bjóða upp á stórbrotið útsýni yfir Ægisíðuna, Faxaflóann og Reykjanesið. Eldhúsið er í innsta hluta alrýmisins með fallegri, sérsmíðari innréttingu sem býður uppá mikið geymslupláss og góða vinnuaðstöðu. Borðplatan er úr ljósgráu meganite með ísteyptum vaski og blöndunartækjum með dökkri brons-áferð. Innbyggður kæli-/frystiskápur og innbyggð uppþvottavél, ásamt vönduðu gashelluborði og tveimur fjölvirkum bakarofnum með örbylgju- og gufueldun. Svalir eru skjólgóðar og snúa í suðvestur. Hægt er að ganga út á þær bæði úr eldhúsi og stofu. Íbúðinni fylgir sérgeymsla í kjallara ásamt hlutdeild í stóru þvottahúsi þar sem hver íbúð hefur sína vél og nóg af þvottasnúrum. Frá þvottahúsinu er útgengt í fallegan bakgarð með grasflöt og trjágróðri. Í kjallaranum er einnig að finna hjólageymslu /tæknirými. Sameignin er hin snyrtilegasta, máluð í ljósum litum með gráu teppi á stigum og pöllum. Gólf í kjallara eru flíslögð og olíumáluð. Gólfefni íbúðarinnar eru af vandaðri gerð. Ljós askur er á öllum gólfum ásamt viðar-gólflistum nema baðherbergi sem er flísalagt með Ceci-flísum og epoxý-fúgum frá Vídd. Innréttingar eru sérsmíðaðar frá GKS/Nobilia með dökkri viðaráferð og ljósgrárri sprautulakkaðri áferð á hluta eldhúsinnréttingar. Hurðir eru sérstaklega háar með vönduðum innfelldum lömum og svörtum hurðarhúnum frá Ebson/Módern. Blöndunartæki eru af gerðinni Axor frá HansGrohe.  Viðhald/endurbætur Íbúðin var öll endurnýjuð í lok árs 2018, þ.m.t. allar raflagnir. rafmagnstafla, -tenglar og -rofar ásamt öllum vatns- og fráveitulögnum innan íbúðar að tæknistokk við baðherbergi. Gólf voru afréttuð með nýrri ílögn, flotuð og lögð hljóðdúk af hæstu gæðum undir viðarparket. Stofugluggi ásamt einum svefnherbergisglugga var endurnýjaður sumarið 2018. Þá var skipt um þakklæðningu, allar þakrennur og niðurföll ásamt flasningum sumarið 2019. Skipt var um dyrasíma og settur myndsími haustið 2019. Einkar glæsileg eign með stórkostlegu útsýni sem hefur verið viðhaldið af alúð. Frábær staðsetning í fjölskylduvænu íbúðarhverfi, í námunda við leik og grunnskóla. Háskóli Íslands í næsta nágrenni ásamt Vesturbæjarlauginni, Kaffihúsi Vesturbæjar, Brauð og co, fjölda leikvalla og Ægisíðunni sem skartar einu fegursta útivistarsvæði borgarinnar. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Hallgerðargata 9 105 Reykjavík
Hallgerðargata 9
Fjölbýli / 3 herb. / 100 m2
96.500.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
100 m2
96.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:    Afar glæsileg og vönduð útsýnisíbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi við Hallgerðargötu 9 í Reykjavík / Stuðlaborg Hönnuðir hússins eru hin heimsþekkta danska arkitektastofa Schmidt/Hammer/Lassen og íslenska arkitektastofan VA arkitektar. Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala í s. 865-8515 / [email protected]    Lýsing eignar: Forstofa: parket á gólfi, fataskápar.   Eldhús: parket á gólfi, mjög falleg og vönduð innrétting úr hnotu, eyja sem unnt er að sitja við, quartz borðplötur, mjög gott skápa og vinnupláss, vönduð eldhústæki, ísskápur og uppþvottavél eru innfeld í innréttinguna.  Setustofa: rúmgóð og björt setustofa með gólfsíðum gluggum, parket á gólfi, franskar svalir eru meðfram allri stofunni, glæsilegt útsýni er úr stofu til sjávar, út á sundin og innsiglinguna við Reykjavíkurhöfn.  Hjónasvíta : rúmgott herbergi með útgengi á svalir sem snúa í suður í inngarð húsanna, parket á gólfi, innangengt í fataherbergi með vönduðum innréttingum úr hnotu og þaðan á baðherbergi sem er með flísum á veggjum og gólfi, inrrétting úr hnotu með quartz borðplötu upphengdu salerni og baðkari. Baðherbergi : við forstofu, flísar á veggjum og gólfi, flísalagður sturtuklefi með glerhlið sem gengið er slétt inn í, vaskur og hnotuinnrétting þar undir með quartz borðplötu, tengi fyrir þvottavél.  Olíuborið eikarparket er á gólfum íbúðarinnar nema baðherbergjum sem eru flísalögð Íbúðin er teiknuð með tveimur svefnherbergjum, en stofan var stækkuð inn í rými þar sem gert var ráð fyrir svefnherbergi. Mögulegt væri að slá aftur upp veggnum og bæta við auka svefnherbergi skv. teikningu. Íbúðinni fylgir sérgeymsla (8,3 fm) í kjallara hússins - sameiginleg hjólageymsla er einnig í kjallara hússins. - Gólfhiti er í allri íbúðinni með Danfoss hitastýringu - Vélræn loftræsting inn og útblástur (þarf ekki að opna glugga). - Aukin lofthæð er í íbúðinni Sameiginlegur bílakjallari er undir öllum reitnum, þar sem unnt er að leigja bílastæði (7.500 kr pr. mánuð). Einnig geta íbúar fengið aðgang að fleiri bílastæðum gegn hóflegu gjaldi. Bílastæði með hleðslustöðvum fyrir rafbíla eru einnig í bílakjallara Fasteignamat 2024 verður 95.250.000 kr. Einkar falleg íbúð með aukinni lofthæð við sjóinn miðsvæðis í borginni - stutt í stofnæðar og alla helstu verslun og þjónustu - fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði í næsta nágrenni Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Öldugata 55 101 Reykjavík
Öldugata 55
Hæð / 4 herb. / 78 m2
65.000.000Kr.
Hæð
4 herb.
78 m2
65.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Falleg og björt 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í fallegu og reisulegu húsi við Öldugötu 55 í gamla Vesturbænum Eignin er skráð 78,1 fm, þar af geymsla 6 fm. Lýsing eignar: Gangur : tengir saman rými íbúðarinnar, parket á gólfi, fatahengi/skápur innbyggður í vegg þar sem áður var inngangur í fremsta herbergi íbúðarinnar. Eldhús : falleg hvít innrétting, neðri skápar voru endurnýjaðir fyrir fáeinum árum, efri skápar gamlir, borðaðstaða undir glugga, parket á gólfi.  Setustofa : rúmgóð og björt stofa með gluggum sem snúa inní garðinn, parket á gólfi.  Herbergi 1 : á vinstri hönd á gangi, parket á gólfi, opið við stofu.  Herbergi 2 : inn af herbergi 1, parket á gólfi, fataskápar. Unnt væri að opna aftur af gangi inn í herbergið svo ekki þyrfti að ganga í gegnum fremra herbergið. Herbergi 3 : inn af stofu og snýr að Öldugötunni, parket á gólfi. Baðherbergi : flísar á gólfi, fibo plötur á veggjum, sturtuklefi með glerhlið sem gengið er slétt inní, upphengt salerni, handklæðaofn, gluggi.  Aðgangur að sameiginlegu þvottahúsi sem er í steyptum útiskúr og er sameiginlegt fyrir allar íbúðir hússins. Íbúðinni fylgir einnig sér geymsla í útiskúrnum merkt 0101 (næst þvottahúsi). Sameiginlegur garður er aftan við húsið sem er hellulagður að hluta og tyrfður að hluta. Þak hússins var endurnýjað árið 2015 Frárennslislagnir undir húsinu voru endurnýjaðar árið 2020 Einstaklega vel staðsett eign í gamla Vesturbænum, stutt í skóla og leikskóla og alla helstu verslun og þjónustu - göngufæri við miðborgina og Grandann. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Öldugata 55 101 Reykjavík
Öldugata 55
Hæð / 5 herb. / 144 m2
105.000.000Kr.
Hæð
5 herb.
144 m2
105.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Hæð og ris í fallegu og reisulegu húsi við Öldugötu 55 í gamla Vesturbænum - eignin er samtals 144,1 fm, þar af geymsla 6 fm. Eignin er á einu fastanúmeri - en risið er með sérinngangi af sameiginlegum stigapalli og nýtist sem algjörlega sjálfstæð eining.  Lýsing eignar: Hæð 0301: fjögurra herbergja íbúð Hol: tengir saman rými íbúðarinnar, parket á gólfi.  Eldhús : hvít eldri viðarinnrétting, dúkur á gólfi, borðaðstaða undir glugga. Setustofa : innst í suðvesturhorni íbúðarinnar, mjög rúmgóð og björt, parket á gólfi. Herbergi 1 : rúmgott herbergi á vinstri hönd þegar komið er inn í íbúð, parket á gólfi, laus fataskápur. Herbergi 2 : gott herbergi, parket á gólfi. Herbergi 3 : inn af stofu og snýr að Öldugötunni, parket á gólfi, fataskápar og bókahillur áfastar við vegg. Baðherbergi : flísar á gólfi og upp að baðkari, fibo plötur á vegg, innrétting undir vaski, gluggi.  Rishæð 0401: sérinngangur í íbúðina af stigapalli á efstu hæðar hússins. Þakhæð hússins var lyft árið 2015 og þá var þessi íbúðarhluti innréttaður. Gangur : korkflísar á gólfi, innfelldur skápur, geymsluskápar undir súð, tveir velux þakgluggar. Eldhús : á hægri hönd, hvít innrétting, korkflísar á gólfi, borðkrókur, gluggi. Setustofa/alrými : mjög rúmgott og bjart rými, korkflísar á gólfi, gluggar í tvær áttir, útgengi á sólríkar svalir sem voru settar á rishæðina fyrir fáeinum árum þegar þakið var endurnýjað. Mjög einfalt væri að stúka stofuna/alrýmið af að hluta og útbúa sér svefnherbergi. Baðherbergi : flísar á gólfi, fiboplötur á veggjum, gler horn sturtuklefi, upphengt salerni. Aðgangur að sameiginlegu þvottahúsi sem er í steyptum útiskúr og er sameiginlegt fyrir allar íbúðir hússins. Íbúðinni fylgir einnig sérgeymsla í útiskúrnum (merkt 0102) Sameiginlegur garður er aftan við húsið sem er hellulagður að hluta og tyrfður að hluta. Þak hússins var endurnýjað árið 2015 Frárennslislagnir undir húsinu voru endurnýjaðar árið 2020 Einstaklega vel staðsett eign í gamla Vesturbænum, stutt í skóla og leikskóla og alla helstu verslun og þjónustu - göngufæri við miðborgina og Grandann. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Rekagrandi 5 107 Reykjavík
Rekagrandi 5
Fjölbýli / 2 herb. / 78 m2
53.500.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
78 m2
53.500.000Kr.
Eignin er seld og er í fjármögnunarferli. Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Falleg og mikið endurnýjuð 2ja herbergja íbúð á 3.hæð á eftirsóttum stað við Rekagranda í Vesturbænum. Íbúðinni fylgir einnig sérmertk bílastæði í lokaðri bílageymslu. Eignin er skráð 78,9 fm, þar af er bílastæði skráð 26,7 fm og íbúðin sjálf 52,2 fm. Geymsla í kjallara sem fylgir íbúðinni er ekki inni í birtri fermetratölu eignarinnar.     Lýsing eignar: Forstofa : harðparket á gólfi, fataskápar, fatahengi. Eldhús : harðparket á gólfi, svört endurnýjuð viðarinnrétting, eyja áföst við vegg sem unnt er að sitja við. Setustofa : rúmgóð og björt, opin við eldhús, harðparket á gólfi, útgengt á svalir sem snúa í vestur. Svefnherbergi : rúmgott herbergi, parket á gólfi, fataskápar. Baðherbergi : endurnýjað fyrir fáeinum árum, flísalagður sturtubotn með glerhlið, upphengt salerni, dökk endurnýjuð innrétting undir vaski, tengi fyrir þvottavél.  Íbúðinni fylgir sér bílastæði í lokuðum bílakjallara. Einnig fylgir íbúðinni geymsla í kjallara (ekki inni í birtri fermetratölu eignarinnar), sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla. Einnig er aðkoma af jarðhæð í hjólageymslu.  Mjög góð staðsetning í Vesturbænum. Stutt í skóla og leikskóla og alla helstu verslun og þjónustu. Íþróttasvæði KR í næsta nágrenni. Stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjávarsíðuna. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected] Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 896-4015 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Barónsstígur 57 101 Reykjavík
Barónsstígur 57
Fjölbýli / 4 herb. / 106 m2
72.500.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
106 m2
72.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir. Glæsileg og mikið endurnýjuð 4ra herbergja íbúð á eftirsóttum stað við Skólavörðuholtið.   Bókið skoðun hjá Ingibjörgu Þórðardóttur löggiltum fasteignasala í síma 864-8800 eða a netfangingu [email protected] Lýsing eignar: Komið inn í hol sem tengir saman rými íbúðarinnar, parket á gólfi.  Hjónaherbergi er á vinstri hönd þegar komið er inn í íbúð, parket á gólfi, fataskápur. Þar inn af er rúmgott barnaherbergi með parketi á gólfi. Útsýni úr herbergjum að Hallgrímskirkju. Stofa er opin við eldhús, rúmgóð og björt með parketi á gólfi. Eldhús er allt endurnýjað með hvítri sprautulakkaðri innréttingu, eyja með skápum sem setið er við, gluggi. Fallegt útsýni úr stofu og eldhúsi. Sjónvarpsherbergi: Parket á gólfi, gluggi, getur einnig nýst sem svefnherbergi. Baðherhergi: Flísar á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting, Sérstætt baðkar, sem unnt væri að koma fyrir sturtuaðstöðu. Í kjallara fylgir herbergi með aðgangi að sameiginlegri snyrtingu . Herbergið hentar til útleigu og gefur ágæta tekjumöguleika. Geymsla undir innistiga fylgir íbúðinni. Fasteignamat fyrir árið 2024 verður 75.800.000,- Falleg og vel staðsett íbúð í miðborginni. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu, Sundhöll Reykjavíkur í næsta nágrenni.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]  

Ertu í söluhugleiðingum?

Fáðu ráðgjöf hjá löggiltum fasteignasölum, skráðu þínar upplýsingar hér fyrir neðan og við höfum samband.

Takk fyrir skráninguna

NÝLEGAR EIGNIR

Depluhólar 8 111 Reykjavík
Depluhólar 8
Hæð / 8 herb. / 150 m2
93.000.000Kr.
Hæð
8 herb.
150 m2
93.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu  Talsvert endurnýjuð neðri hæð með sérinngangi...
Haukshólar 9 111 Reykjavík
Haukshólar 9
Hæð / 7 herb. / 254 m2
115.000.000Kr.
Hæð
7 herb.
254 m2
115.000.000Kr.
Opið hús: 03. október 2023 kl. 17:00 til 17:30. Opið hús þriðjudaginn 3. október frá kl 17:00 til...
Efsti-dalur Lóð 2b 806 Selfoss
Efsti-dalur Lóð 2b
Sumarhús / 4 herb. / 67 m2
54.000.000Kr.
Sumarhús
4 herb.
67 m2
54.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Fallegur, vel skipulagður og mikið endurnýjaður sumarbústaður...
Fálkagata 25 107 Reykjavík
Fálkagata 25
Fjölbýli / 4 herb. / 91 m2
88.500.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
91 m2
88.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Falleg og björt 91,2 fm 4ra herbergja neðri sérhæð í...
Fálkagata 21 107 Reykjavík
Fálkagata 21
Fjölbýli / 4 herb. / 86 m2
87.000.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
86 m2
87.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Bjarta og fallega 3ja - 4ra herbergja útsýnisíbúð á 3. hæð...
Hallgerðargata 9 105 Reykjavík
Hallgerðargata 9
Fjölbýli / 3 herb. / 100 m2
96.500.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
100 m2
96.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:    Afar glæsileg og vönduð útsýnisíbúð á...
Öldugata 55 101 Reykjavík
Öldugata 55
Hæð / 4 herb. / 78 m2
65.000.000Kr.
Hæð
4 herb.
78 m2
65.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Falleg og björt 4ra herbergja íbúð á jarðhæð...
Öldugata 55 101 Reykjavík
Öldugata 55
Hæð / 5 herb. / 144 m2
105.000.000Kr.
Hæð
5 herb.
144 m2
105.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Hæð og ris í fallegu og reisulegu húsi við...

OPIN HÚS

Opið hús: 3. október frá kl: 17:00 til 17:30
Haukshólar 9
111 Reykjavík
Hæð 7 herb. 254 m2 115.000.000 Kr.
Opið hús: 03. október 2023 kl. 17:00 til 17:30. Opið hús þriðjudaginn 3. október frá kl 17:00 til 17:30 - Haukshólar 9, 111 Reykjavík  Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:  Falleg og vel skipulögð hæð á útsýnisstað  við Haukshóla í Breiðholti. Elliðaárdalurinn í bakgarðinum og örstutt í fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði Eigninni fylgir einnig  stúdíó og geymslur á jarðhæð með sérinngangi, eldunaraðstöðu og salerni, mögulegt væri að leigja þessa einingu líka út. Eignin er skráð 254,8 fm, þar af bílskúr 45 fm. Þar að auki er fyrrgreint rými/studio undir neðri palli aðalhæðar...

STARFSMENN

Ingibjörg Þórðardóttir
Löggiltur fasteignasali
Björg Ágústsdóttir
Skrifstofa/bókhald
Ólafur Már Ólafsson
Löggiltur fasteignasali / Viðskiptafræðingur M.Sc.
Þórður S. Ólafsson
Löggiltur fasteignasali