Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Afar glæsileg neðri sérhæð og bílskúr ásamt rúmgóðum geymslum í kjallara í afar reisulegu, fallegu og nýlega viðgerðu húsi við Reynimel 57 í Vesturbænum. Húsið teiknaði Halldór H. Jónsson arkitekt.Eignin er 187,3 fm (þar af hæðin sjálf 151 fm og geymslur í kjallara 3,9 fm, 1,2 fm og 7,4 fm) og bílskúr við húsið 23,8 fm.Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala í síma 865-8515 / [email protected]Lýsing eignar: Gangstétt framan við húsið er með hitalögn.
Gengið inn um sérinngang af steyptum útitröppum.
Forstofa: flísar á gólfi.
Gestasalerni: við forstofu, línóleumdúkur á gólfi, gluggi.
Hol: parket á gólfi, tengir saman rými hæðarinnar
Setustofa: mjög rúmgóð og björt, teppi á gólfi, opin við borðstofu, unnt er að loka á milli borðstofu og setustofu með fallegum vegg útdraganlegum hurðum með gleri.
Borðstofa: rúmgóð og björt, parket á gólfi, útgengt á stórar
svalir sem snúa í suðvestur, af svölunum eru steyptar tröppur sem liggja niður í garð hússins sem er að mestu tyrfður.
Eldhús: korkflísar á gólfi, dökk viðarinnrétting, flísalagt á milli efri og neðri skápa, gott skápa og vinnupláss, stór borðkrókur, gluggi, úr eldhúsi eru hurðir á sitthvora höndina inná svefngang hæðarinnar og inn í borðstofu.
Unnt væri að færa eldhúsið inn í borðstofu og nýta eldhúsið sem fjórða svefnherbergi hæðarinnar.Herbergi 1: hjónaherbergi á svefngangi, parket á gólfi, innbyggðir fataskápar.
Herbergi 2: rúmgott herbergi, teppi á gólfi.
Herbergi 3: mjög rúmgott herbergi við forstofu (Kontor á teikningu), parket á gólfi. Tvöföld falleg vængjahurð við hol, einnig hefðbundin inngönguhurð við forstofu.
Baðherbergi: flísar á veggjum, dúkur á gólfi, sturtuklefi með flísalögðum sturtubotni, vegg innfelldur skápur, innrétting undir vaski, gluggi. Möguleiki er á að stækka baðherbergi inn í svefnherbergi í stað innbyggðra fataskápa. Léttur veggur skilur þessi rými að.
Fallegir loftlistar og viðargerefti um hurðir setja mikinn og fallegan svip á íbúðina. Tveir innbyggðir
skápar með hefðbundnum inngönguhurðum eru í holinu.
Eigninni fylgir
geymsla í kjallara merkt 0003 undir útitröppum.
Eigninni fylgja einnig tvær aðrar geymslur í kjallara hússins, það er
geymsla 0005 (1,2 fm) undir innistiga þar sem hefur verið komið fyrir salerni, og
geymsla 0006 (7,4 fm).
Hæðinni fylgir
bílskúr sem er við húsið Reynimelsmegin, hiti og rennandi vatn, gluggar aftast, hillur og skápar á vegg. Uppphituð
innkeyrslan framan við bílskúrinn tilheyrir eigninni.
Þvottahús: sameiginlegt þvottahús í kjallara er í sameign tveggja eignarhluta (0101 og 0001). Þvottahúsið er rúmgott, innfelldir veggskápar með þvottalúgu af efri hæð. Efri pallur þvottahúss er flísalagður, neðri pallur er steyptur og málaður.
Við innkeyrsluna að bílskúrnum er einnig sérinngangur inn á gang sameignar hæða 0101 og 0001 sem er flísalagður.
Viðhald/endurbætur- Húsið var múrviðgert og málað að utanverðu sumarið 2023
- Klóaklagnir undir húsi voru endurnýjaðar 2020/2021
- Drenað við húsið norðanmegin árið 2020/2021
- Þakjárn hússins var yfirfarið og klæðning undir risgluggum endurnýjuð eftir þörfum árið 2023.
Einstaklega vegleg eign á eftirsóttum stað í Vesturbænum - stutt í skóla, leikskóla og Háskóla Íslands sem og alla helstu verslun og þjónustu.
Kaffi Vest, Melabúðin og Sundlaug Vesturbæjar í göngufæri - íþróttasvæði KR í næsta nágrenniNánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]