Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Narfeyrarstofa í Stykkishólmi - til sölu er bæði húsnæði og rekstur staðarins. Narfeyrarstofa við Aðalgötu í Stykkishólmi er glæsilegt veitingahús í hjarta bæjarins. Staðurinn er rómaður fyrir vandaða og gæðamikla matargerð sem er að stóru leyti unnin frá grunni af matreiðslufólki Narfeyrarstofu og er veitingahúsið eitt af glæsilegri og farsælli veitingahúsum á Vesturlandi.
Fasteignin er 316,8 fm og er í mjög góðu ástandi bæði að innan og utanverðu. Lagnir hússins hafa allar meira og minna verið endurnýjaðar á undanförnum árum, þ.m.t. frárennslislagnir, neysluvatnslagnir og raflagnir. Ytra byrði hússins er einnig í góðu ástandi, þakjárn var endurnýjað 2023 og klæðning hússins yfirfarin og máluð 2023.
Árið 2022 var ráðist í miklar framkvæmdir við húsið þegar kjallarinn var grafinn út, dýpkaður og þar innréttuð glæsileg vínstúka og móttaka fyrir gesti veitingahússins, við það fjölgaði birtum fermetrum í kjallaranum um ca 90 fm.
Borð, stólar og fastir bekkir á efri hæðum hússins voru endurnýjaðir fyrir fimm árum síðan á mjög vandaðan hátt. Bekkir og allir stólar voru sérsmíðaðir hjá GÁ húsgögnum. Einnig voru öll ljós í sölum á efri og neðri hæð endurnýjuð, ljósin voru keypt í Epal. Snyrtingar á efri hæðum hússins voru endurnýjaðar fyrir einu ári síðan.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali í síma 865-8515 og á netfanginu [email protected] Nánari lýsing:
Aðalhæð: Á aðalhæð hússins er
alrými og sæti fyrir 32 gesti. (Möguleiki að koma fyrir allt að 40 gestum í sæti á þessari hæð).
Anddyri með fatahengi, upphafleg furugólfborð,
bar með góðri vinnuaðstöðu. Þrjú
salerni eru á aðalhæðinni. dúkur á gólfi framan við og á snyrtingum.
Aftan við
barinn er innangengt í litla
starfsmannaaðstöðu. Þaðan er gengið inn í
eldhús veitingahússins sem er staðsett í steyptri viðbyggingu sem byggð var við húsið fyrir fáeinum árum. Fullbúið
eldhús með vönduðum innréttingum, tækjum og tólum, epoxy á gólfi, gluggi.
Á neðri hæð viðbyggingar er
geymsla fyrir birgðir veitingahússins, útgengi er á lóðina vestan við húsið.
Manngengur kælir er einnig á neðri hæð viðbyggingarinnar.
Efri hæð: gengið um rúmgóðan og breiðan timburstiga upp á efri hæð hússins, harðparket á gólfum.
Alrými með sætum fyrir 42 einstaklinga. Mögulegt er að koma fyrir allt að 55 manns í sæti á efri hæð. Aukin lofthæð að stórum hluta, fallegir viðarþverbitar í lofti eru sjáanlegir og gefa efri hæðinni reisulegt yfirbragð. Afar fallegt
útsýni yfir höfnina er af efri hæðinni.
Barborð með góðri vinnuaðstöðu og kælum á gólfi. Innan við barinn er
aðstaða fyrir starfsfólk þar sem er einnig
salerni og unnt að hafa fataskipti. Annar stigi (starfsmannastigi) sem liggur beint niður í eldhús miðhæðar er innan við barinn á efri hæð.
Árið 2014 var byggt við húsið.
Viðbyggingin er steypt, 70,2 fermetrar á tveimur hæðum, klædd að utan með furu. Steyptar tröppur eru framan við inngang á neðri hæð viðbyggingarinnar.
Árið 2022 var ráðist í miklar framkvæmdir við húsið þegar kjallarinn var grafinn út, dýpkaður og þar innréttuð glæsileg vínstúka og móttaka fyrir gesti veitingahússins, við það fjölgaði birtum fermetrum í kjallaranum um ca 90 fm. Hiti er í gólfum í kjallaranum og hefur hann innréttaður á afar glæsilegan hátt, lýsing og stólar eru frá Lumex og sérsmíðaðir bekkir frá GÁ húsgögnum. Veggir í kjallaranum eru að hluta með grunnhleðslu hússins sjáanlegri sem og jarðlögum þar fyrir neðan sem húsið hvílir á og setur það alveg einstakan svip á rýmið. Barinn í kjallaranum er marmaraklæddur. Flísalögð snyrting er einnig í kjallaranum, upphengt salerni, marmaraborðplata og blöndunartæki innfelld í vegg.
Samhliða þessari framkvæmd í kjallaranum var jafnramt burðarvirki og stoðir hússins styrktar til muna. Vegleg
útiaðstaða var gerð framan við inngang í vínstúkuna, gengið um steyptar tröppur niður með norðurgafli hússins, þar eru nokkur borð og stólar, falleg svört furuklæðning er á neðsta hluta hússins.
Mjög góð
útiaðstaða er sunnan við húsið - timburpallur með aðstöðu fyrir borð og stóla og einnig
útitjald með rafmagnshitalömpum og húsgögnum.
Búið er að setja upp
hleðslustöð fyrir
rafbíla við bílastæðið norðan megin við húsið sem snýr að höfninni, um er að ræða 22W hleðslustöð.
Húsið að utanverðu er í góðu ástandi:
Klæðning hússins var máluð að utanverðu 2023.
Þakjárn hússins og þakpappi var endurnýjað 2023
Húsið var allt málað að innanverðu fyrir ári síðan.
Eignin selst með öllu, þ.m.t húsnæði, rekstur ásamt öllu innbúi og fylgifé sem nú er til staðar, að persónulegum munum undanskildum. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali í síma 865-8515 og á netfanginu [email protected]