Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:Falleg og sjarmerandi risíbúð í glæsilegu húsi á eftirsóttum stað við eina af elstu götum borgarinnar í Miðstræti 10 -
Fallegt miðborgarútsýni er úr íbúðinni yfir Þingholtin og ReykjavíkurtjörnÍbúðin er skráð 36,6 fm hjá HMS en nýtanlegur gólfflötur er nokkuð stærri þar sem hluti hennar er undir súð.
Lýsing eignar:
Gengið upp timburstiga tvær hæðir, á stigapalli framan við íbúðina eru sameiginlegar svalir sem snúa í suður.Setustofa: Rúmgóð og björt stofa með fallegu útsýni yfir Reykjavíkurtjörn, gegnheil hvítlökkuð gólfborð, fallegir listar á gólfi og í loftum setja mikinn svip á eignina.
Eldhús: Hvít nýlega endurnýjuð innrétting, baðkar er í eldhúsinu sem er í takti við það sem tíðkaðist í mörgum húsa frá þessum tíma, vaskur við hlið baðkarsins, hvítlökkuð gólfborð, gluggar.
Svefnherbergi: Á vinstri hönd þegar komið er inn í íbúðina, hvítlökkuð gólfborð, fataskápur.
Salerni: úr eldhúsi er gengið fram á sameiginlegan gang, við ganginn er salerni með glugga sem íbúðin hefur afnot af.
Úr ganginum er einnig hægt að komast niður bakstigahús hússins og niður í kjallara þar sem fylgir íbúðinni aðgangur að sameiginlegu
þvottahúsi.
Á sameiginlegu rislofti yfir eigninni er lítil geymsla sem íbúðin hefur haft afnot af.
Garðurinn er stór, gróinn, skjólgóður og snýr í suður.
Húsið var mikið endurnýjað og viðgert á níunda áratugnum og var þá m.a. klæðning hússins endurnýjuð og timburskraut einnig.
Einstök íbúð með mikinn karakter í hjarta borgarinnar - stutt í alla helstu verslun og þjónustu - verslanir, veitingastaði og afþreyingu af ýmsu tagi sem finna má í miðborginni.Ágrip af sögu hússins fengið af Facebook síðu Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings.Húsið var teiknað og reist af Einari J. Pálssyni, einhverjum flinkasta húsasmiðnum í Reykjavík á fyrri tíð. Hann hafði lært bæði húsateiknun og húsamálun í Kaupmannahöfn en meðal annarra verka hans er gamli Iðnskólinn við Lækjargötu og líklega Iðnó líka. Fyrstu árin átti hann sjálfur þetta hús og bjó í því. Á því eru mörg klassísk einkenni, svo sem band með smákröppum um miðju húsins og rákaðar hálfsúlur á hornum. Útbyggt stigahús á gafli er sérstaklega glæsilegt með svölum og bogagluggum settum lituðu gleri á efri hæð. Vindskeiðar eru útskornar af Stefáni Eiríkssyni myndskera. Húsið var enn skrautlegra í upphafi og voru þá m.a. rósabekkir yfir gluggum. Þegar húsið var byggt árið 1903 þótti það eitt hið veglegasta í bænum og leigðu þar ýmsir þjóðþekktir menn, svo sem Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, Bjarni Jónsson frá Vogi, og dr. Alexander Jóhannesson, síðar háskólarektor. Frá 1924 til dauðadags 1938 bjó svo í húsinu Jón Baldvinsson forseti ASÍ og formaður Alþýðuflokksins ásamt konu sinni Júlíönu Guðmundsdóttur.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
Þórður Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 896-4015 / [email protected]