Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:
Björt og vel skipulögð 2ja herbergja íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í eftirsóttu lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Eignin er skráð 78,6 fm hjá HMS - þar af er stæði í bílageymslu skráð 15 fm.Nánari lýsing:Forstofa: Flísar á gólfi, fataskápur.
Hol: Parket á gólfi, unnt að nýta sem sjónvarpshol.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa, parket á gólfi. Útgengt á verönd sem snýr í suður.
Eldhús: Opið við stofu, hvít innrétting með eikarhliðum og köntum, gluggi, borðkrókur.
Baðherbergi: Flísar á veggjum, dúkur á gólfi, hvít innrétting undir vaski og skápur, flísalögð sturta með glerhlið sem gengið er slétt inní.
Svefnherbergi Rúmgott herbergi, parket á gólfi, fataskápar.
Þvottahús/geymsla: Innan íbúðar, dúkur á gólfi, tengi fyrir vélar, skolvaskur, vegghillur.
Íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði í bílakjallara hússins. Í bílastæðahúsinu er þvottaaðstaða fyrir bíla og háþrýstidæla.
Húsvarðaríbúð er staðsett á Skúlagötu 40, sem húsfélögin Skúlagötu 40, 40a og 40b eiga sameiginlega. Sameiginlegur samkomusalur í eigu húsfélaganna er einnig til afnota fyrir íbúa og hægt að leigja salinn gegn vægu gjaldi. Þar að auki er heitur pottur og sauna í sameign til afnota fyrir íbúa sem er staðsett á Skúlagötu 40.
Bílastæði fyrir íbúa og gesti eru einnig framan við húsið Skúlagötumegin sem og aftan við húsið.
Eignina má eingöngu selja félögum í Félagi eldri borgara sem eru 60 ára og eldri. Húsvörður er í húsinu, sem er tengt öryggiskerfi.
Vitatorg við Lindargötu 59 er í nágrenni þar sem er ýmiskonar þjónusta og afþreying fyrir 60 ára og eldri. sjá nánar: https://reykjavik.is/stadir/lindargata-59-samfelagshusGóð íbúð á eftirsóttum stað í miðborginni - örstutt í alla helstu verslun og þjónustu - göngufæri við Hörpuna, Þjóðleikhúsið og fjölmargt annað sem miðborgin hefur uppá að bjóða. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignsali s. 864-8800 / [email protected]