NÝLEGAR EIGNIR
Mánagata 3 105 Reykjavík
Mánagata 3
Parhús / 6 herb. / 136 m2
97.000.000Kr.
Parhús
6 herb.
136 m2
97.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Heildar húseignin / parhús við Mánagötu 3 í Norðurmýrinni. Eignin er á tveimur fastanúmerum. Bókið skoðun hjá Ingibjörgu Þórðardóttur löggiltum fasteignasala í síma 864-8800 / [email protected] Lýsing eignar: Eignarhluti 0201 - 50,7 fm (þar af geymsla í kjallara 1,9 fm) Hol : Tengir saman rými íbúðarinnar, parket á gólfi. Fatahengi á stigapalli framan við íbúð og gluggi.  Eldhús : Hvít endurnýjuð innrétting með góðu skápa og vinnuplássi, opið við stofu. Gluggi. Setustofa : Rúmgóð stofa opin við eldhús, parket á gólfi. Svefnherbergi : Parket á gólfi, fataskápur, horngluggi. Baðherbergi : Flísar á veggjum og gólfi, flísalagður sturtuklefi, gluggi. Geymsla : á palli ofan við stigahús, vegghillur. Eignarhluti 0101 Miðhæð (46,6 fm) Flísalögð sameiginleg forstofa. Eldhús : Flísar á gólfi, upphafleg innrétting, gluggi. Salerni : Flísar á gólfi, eldri innrétting/skápur, gluggi. Setustofa : Rúmgóð, parket á gólfi, opin við borðstofu. Borðstofa : Opin við stofu, væri unnt að loka af og nýta sem svefnherbergi. Kjallari (39,3 fm)  Sérinngangur er í kjallarann. Tvö stór íbúðarherbergi sem eru 14,2 og 14,0 fermetrar. Dúkur á gólfum í búðm Baðherbergi : Flísar á veggjum og gólfi, flísalagður sturtuklefi. Geymsla : Dúkur á gólfi, vegghillur, gluggi. Þvottahús : Steypt gólf, tengi fyrir vélar, hillur á vegg, vinnuborð, skolvaskur, gluggi. Úr þvottahúsi er gengið niður í gömlu kolageymsluna , nauðsynlegt er að fara í drenvinnu við þennan hluta hússins til að halda kolageymslu þurri. Eignin þarfnast talsverðrar endurnýjunar og viðhalds að utanverðu og innanverðu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Hrólfsskálamelur 1 170 Seltjarnarnes
Hrólfsskálamelur 1
Fjölbýli / 3 herb. / 137 m2
148.000.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
137 m2
148.000.000Kr.
Opið hús þriðjudaginn 15. apríl frá kl 17:00 til 17:45 - Hrólfsskálamelur 1, 170 Seltjarnarnes - íbúð 0203 Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:    Falleg, björt og vel skipulögð 3ja til 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi á mjög eftirsóttum stað við Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi Íbúðinni fylgja tvö sérmerkt bílastæði í bílakjallara undir húsinu. Eignin er 137,8 fm (þar af geymsla 14 fm). Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala í síma 865-8515 / [email protected] Lýsing eignar: Forstofa/hol : Tengir saman rými íbúðarinnar, parket á gólfi, fataskápar. Setustofa : Rúmgóð og björt með aukinni lofthæð, útgengi á stórar og skjólgóðar svalir sem snúa í suðvestur.  Borðstofa : Opin við eldhús, parket á gólfi. Eldhús : Svört viðarinnrétting, parket á gólfi, eldunareyja sem unnt er að sitja við er áföst við vegg, mjög gott skápa og vinnupláss. Sjónvarpshol : Við eldhús, parket á gólfi, á teikningu er gert ráð fyrir að þarna væri hægt að slá upp þriðja svefnherbergi íbúðarinnar. Svefnherbergi 1 : Rúmgott herbergi, parket á gólfi, miklir fataskápar. Svefnherbergi 2 : Gott herbergi, parket á gólfi, fataskápur.  Baðherbergi : Flísar á veggjum og gólfi, sturtuklefi með glerhlið sem gengið er slétt inn í, hvít innrétting undir vaski, handlæðaofn, tvöfaldur skápur aftan við hurðina, upphengt salerni, gluggi, gólfhiti. Þvottahús : Innan íbúðar, flísar á gólfi, stæði fyrir þvottavél og þurrkara í þægilegri vinnuhæð, hvít innrétting undir vélum og skápur, skolvaskur.  Íbúðinni fylgir stór sérgeymsla í kjallara hússins (14 fm) Íbúðinni fylgja tvö sérmerkt bílastæði í bílakjallara undir húsinu. Afar vegleg og falleg íbúð á frábærum stað - aukin lofthæð er í íbúðinni, allt að 2,85 m að hluta. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu - heilsurækt, sundlaug og heilsugæsla í göngufæri. Fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði í allra næsta nágrenni við sjávarsíðuna.   Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Hverfisgata 74 101 Reykjavík
Hverfisgata 74
Fjölbýli / 2 herb. / 49 m2
49.800.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
49 m2
49.800.000Kr.
Opið hús þriðjudaginn 15. apríl frá kl 16:45 til 17:15 - Hverfisgata 74, 101 Reykjavík - íbúð 0101 Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:  Falleg og björt 2ja herbergja íbúð í nýlega viðgerðu húsi við Hverfisgötu 74 í Miðborginni Íbúðin er laus strax. Bókið skoðun hjá Ingibjörgu Þórðardóttur löggiltum fasteignasala í síma 864-8800 / [email protected]  Lýsing eignar: Forstofa : Flísar á gólfi. Setustofa : Rúmgóð og björt með aukinni lofthæð, harðparket á gólfi, opin við eldhús.  Eldhús : Opið við stofu, harðparket á gólfi, nýlega endurnýjuð hvít innrétting frá KVIK með góðu skápaplássi. Svefnherbergi : Rúmgott herbergi, harðparket á gólfi, fatahengi.  Baðherbergi : Flísar á veggjum og gólfi, hornsturtuklefi, hvít innrétting frá KVIK, spegill með innbyggðum ljósum ofan við vask, tengi fyrir þvottavél, skápur aftan við hurð, nýr gluggi með viftu/loftræstingu.  Geymsla : innan íbúðar, hillur á vegg, harðparket á gólfi. Aukin lofthæð er í íbúðinni - þrefalt gler í gluggum sem snúa að Hverfisgötunni. Viðhald/endurbætur Húsið var múrviðgert og málað að utanverðu árið 2021 Þak yfirfarið 2021 og þakrennur endurnýjaðar að hluta Gler og gluggar íbúðarinnar voru endurnýjaðir 2023 Frárennslislagnir endurnýjaðar að stórum hluta árið 2024 Falleg íbúð í hjarta borgarinnar. Hverfisgatan var endurhönnuð og skipulögð á ný og opnuð árið 2014 með hjólastígum í báðar áttir og snjóbræðslu í stéttum. Stutt er í alla verslun og þjónustu og er t.d. Bónus á Laugavegi í innan við einnar mínútu göngufæri í gegnum portið í Kjörgarði. Hlemmur og allar helstu strætóleiðir eru í tæplega 5 mínútna göngufæri. Landspítalinn í 10-15 mínútna göngufæri. Göngufæri við Hörpuna, Þjóðleikhúsið og fjölmargt annað sem miðborgin hefur uppá að bjóða.    Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Bollagarðar 119 170 Seltjarnarnes
Bollagarðar 119
Einbýli / 8 herb. / 250 m2
220.000.000Kr.
Einbýli
8 herb.
250 m2
220.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:     Afar glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús á tveimur hæðum á mjög eftirsóttum stað innarlega í Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Fallega hannað og bjart hús með stórum gluggum, tvöfaldri innkeyrslu og innbyggðum bílskúr. Húsinu hefur verið haldið vel við í gegnum árin af núverandi eigendum sem byggðu húsið. Arkitektar hússins eru Guðni Pálsson og Dagný Helgadóttir. Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala í síma 865-8515 / [email protected] Lýsing eignar: Forstofa : Rúmgóð með flísum á gólfi, miklir fataskápar. Gestasalerni : Við forstofu, flísar á gólfi og veggjum, hvítur skápur undir vaski, upphengt salerni, gluggi.  Eldhús : Hvít upphafleg viðarinnrétting með góðu skápa og vinnuplássi, granítborðplötur, gegnheilt parket á gólfi, borðkrókur, gluggi. Við eldhús er útgengt á viðarpall á lóðinni til austurs. Setustofa : Mjög opin, rúmgóð og björt, gegnheilt parket á gólfi, aukin lofthæð að hluta, stórir gluggar sem gefa mikla birtu. Sólskáli er við setustofu, massíft parket á gólfi. Borðstofa : Milli eldhúss og setustofu, gegnheilt parket á gólfi, innfelld lýsing í loftum, útgengt um tvöfalda svalahurð út í garðinn til suðurs. Þvottahús : Við eldhús, rúmgott þvottahús með góðum innréttingum og tengjum fyrir vélar í hentugri vinnuhæð. Úr þvottahúsi er einnig útgengt á lóðina. Gengið um stálstiga með parketlögðum gegnheilum mahony viðarþrepum upp á efri hæð hússins, stór gluggi við stiga sem nær frá gólfi upp í mæni hússins og setur mikinn og fallegan svip á rýmið. Á efri hæðinni eru fimm svefnherbergi, sjónvarpsstofa og baðherbergi. Við stigapallinn er mjög rúmgóð sjónvarpsstofa , parket á gólfi, svalir sem vísa niður í sólstofuna á neðri hæð. Svefnherbergi 1 . Gott hjónaherbergi, parket á gólfi, fataskápar, útsýni út á sjóinn til norðurs. Svefnherbergi 2 : Rúmgott barnaherbergi, parket á gólfi, fataskápur. Svefnherbergi 3 : Gott barnaherbergi, parket á gólfi, fataskápur. Svefnherbergi 4 : Barnaherbergi sem er að hluta undir súð, parket á gólfi, nýtt sem fataherbergi í dag. Svefnherbergi 5 : Barnaherbergi, parket á gólfi, fataskápur. Baðherbergi : Mjög rúmgott baðherbergi með gólfhita, flísar á veggjum og gólfi, hvít innrétting undir vaski, veggskápur, sturtuklefi, baðkar, upphengt salerni, gluggi. Parketið á gólfum hússins er gegnheilt jatoba viðarparket.   Úr forstofu er innangengt í rúmgóðan bílskúr sem er innbyggður í húsið. Hiti, rafmagn og rennandi vatn eru í bílskúrnum. Hvít bílskúrshurð með rafmagnsopnun. Einnig er hefðbundin inngönguhurð í bílskúrinn við húsið norðanmegin við hlið aðalinngangsins í húsið. Lóðin umhverfis húsið er afar vel hirt, gróin og skjólsæl. Timburpallar að hluta austan og sunnan við húsið, hellulagt að hluta og tyrft að hluta. Heitur pottur sunnan við húsið með tréverki í kringum, útihús þar við hliðina með sturtuaðstöðu. Skjólveggir sem skýla suðurgarði/heitum potti frá bílastæðinu og götunni. Geymsluhús er austan við húsið, mjög hentug geymsla fyrir grill, garðháhöld og ýmislegt fleira. Yfirbyggt sorptunnuskýli er fyrir innan innkeyrsluna við hlið hússins.  Viðhald/endurbætur 2024 Skipt um þakjárn og þakpappa undir járni. 2024 Skipt um þakgler í garðskála og nokkrar aðrar rúður 2022 Settur upp heitur pottur og byggð búningsaðstaða með sturtu og verönd þar í kring. 2021 Gler endurnýjað yfir anddyri. 2018 Stóru gluggarnir sem ganga niður báðu megin húss endurnýjaðir Afar falleg og vönduð eign á eftirsóttum stað á Seltjarnarnesi - stutt í alla helstu verslun og þjónustu, skóla og heilsugæslu.  Stutt í fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði við sjóinn - golfklúbbur Ness í allra næsta nágrenni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Öldugrandi 9 107 Reykjavík
Öldugrandi 9
Fjölbýli / 2 herb. / 93 m2
65.900.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
93 m2
65.900.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:     Falleg og vel skipulögð 2ja herbergja íbúð með sérinngangi ásamt stæði í bílageymslu á eftirsóttum og fjölskylduvænum stað við Öldugranda í Vesturbænum. Eignin er skráð 93,6 fm (þar af er bílastæði sem fylgir eigninni skráð 25,8 fm). Íbúðin sjálf er 67,8 fm. Að auki fylgir íbúðinni stór geymsla í kjallara  - geymslan er EKKI inni í birtri fermetratölu eignarinnar. Stærð geymslunnar er ca 7-8 fm. Séreignarfermetrar eignarinnar eru því um 75 fm (íbúð 67,8 fm + geymsla um 7 fm) Lýsing eignar: Forstofa : Harðparket á gólfi, fatahengi.  Setustofa/borðstofa : Rúmgóð og björt, hálf opin við eldhús, harðparket á gólfi, útgengi á hellulagða verönd sem er bæði hellulögð og með timburpalli, veröndin snýr í suðvestur. Eldhús : Hvít nýlega endurnýjuð innrétting, gott skápa og vinnupláss, borðkrókur, gluggi.   Svefnherbergi : Harðparket á gólfi, fataskápar. Baðherbergi : Dúkur á veggjum og gólfi, baðkar, tengi fyrir þvottavél. Íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði í bílakjallara, innangengt úr húsinu. Einnig fylgir rúmgóð sérgeymsla í kjallara hússins. Sameiginleg hjóla og vagnageymsla í kjallara. Húsið var múrviðgert og málað árið 2020 - þakjárn hússins var yfirfarið og málað 2020 Stutt í skóla, leikskóla og alla helstu verslun og þjónustu (Eiðistorg og Grandinn í næsta nágrenni) fallegar gönguleiðir við sjávarsíðuna Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]  
NÝLEGAR EIGNIR
Hverfisgata 85 101 Reykjavík
Hverfisgata 85
Fjölbýli / 2 herb. / 65 m2
74.800.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
65 m2
74.800.000Kr.
 Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir     Mjög falleg, björt og vel skipulögð 2ja herbergja horníbúð á 3. hæð ásamt sérmerktu stæði í bílageymslu. Íbúðin er í nýlegu lyftuhúsi (byggt 2019) á besta stað í miðborginni - góðar vestursvalir. Bókið skoðun hjá Ingibjörgu Þórðardóttur löggiltum fasteignasala í síma 864-8800 eða á netfanginu [email protected]  Nánari lýsing:  Inngangur af svalagangi inn í flísalagða forstofu með góðum fataskápum. Eldhús er með parketi á gólfi, hvítri sprautulakkaðri innréttingu með eldunareyju og góðu skúffu og skápaplássi. Björt og góð setustofa/borðstofa með parketi og stórum gluggum.  Baðherbergið er með flísum á veggjum og gólfi, flísalagður sturtuklefi með glerhlið sem gengið er slétt inn í, upphengt salerni, innrétting undir vaski, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Svefnherbergi er með parketi á gólfi og góðum fataskápum sem ná yfir heilan vegg. Íbúðinni fylgir  sérgeymsla  í kjallara og sérmerkt rúmgott  bílastæði í aflokaðri bílageymslu.   Sameign er mjög snyrtileg. Húsið er steinsteypt, veggir einangraðir að utan og klæddir með álplötum, steyptum plötum og viðarklæðningu.  Eignin er skráð hjá Þjóðskrá 65,0 fm, þarf af sérgeymsla í kjallara 7,7 fm.    Húsið er hluti af heildaruppbyggingu á svokölluðum Baróns- og Laugavegsreit, með nýjum göngustígum, uppgerðum eldri húsum og nýbyggingum, sem tengja vel saman Laugaveg og Hverfisgötu.  Fjölbreytt þjónusta, mannlíf, menning, kaffi- og veitingahús allt í kring. Einnig er örstutt í gönguleiðir meðfram sjávarsíðunni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s 865-8515 / [email protected]  
NÝLEGAR EIGNIR
Miðhraun 22 210 Garðabær
Miðhraun 22
Atvinnuhúsnæði / 5 herb. / 421 m2
175.000.000Kr.
Atvinnuhúsnæði
5 herb.
421 m2
175.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:      Gott og vel staðsett iðnaðarhúsnæði við Miðhraun 22 í Garðabæ - um er að ræða endabil sem er á tveimur hæðum að hluta, samtals skráð 421,5 fm. Vélsmiðja hefur verið rekin í húsnæðinu frá upphafi. Tæki og tól til rekstrar vélsmiðjunnar eru einnig til sölu en fylgja ekki húsnæðinu. Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala s. 865-8515 / [email protected] Nánari lýsing:  Gengið inn í húsnæðið að sunnanverðu, inngangshurðir eru til sitthvorrar handar sem liggja inn í jarðhæðarhlutann. Steyptur stigi er uppá efri hæð húsnæðisins.  Efri hæð: skrifstofuhúsnæði - 139,6 fm Komið inn í rúmgott og bjart alrými með aukinni lofthæð og stórum gaflgluggum til vesturs, harðparket á gólfi. Saumastofa er rekin í þessum hluta húsnæðisins. Geymsla/þvottahús þar sem er einnig sturtuklefi. Á hægri hönd þegar komið er upp á efri hæð húsnæðisins er stórt alrými, þar er eldhús með svartri viðarinnréttingu og harðparketi á gólfi. Gluggar á tveimur hliðum, salerni  er við hlið eldhússins. Neðri hæð: iðnaðarhúsnæði - 281,9 fm - í þessum hluta húsnæðisins er rekin vélsmiðja Salerni og skipti/búningsaðstaða fyrir starfsfólk, þar er einnig salernisaðstaða Opið vinnusvæði sem nær allan hringinn í kringum stigahúsið, í austurhlutanum er lofthæðin upp í mæni um 5 metrar. Stórar innkeyrsludyr með um fjögurra metra lofthæð. (að auki er búið að slá upp geymslu millilofti innst í húsnæðinu til móts við innkeyrsludyrnar sem er ekki skráð í birta fermetratölu eignarinnar. Stálstigi er upp á loftið. Húsið var byggt árið 1999, húsið er staðsteypt og klætt að utan með stálklæðningu. Lóðin er snyrtilega frágengin með malbikuðum bílastæðum meðfram húsinu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Miðstræti 10 101 Reykjavík
Miðstræti 10
Fjölbýli / 2 herb. / 36 m2
53.000.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
36 m2
53.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Falleg og sjarmerandi risíbúð í glæsilegu húsi á eftirsóttum stað við eina af elstu götum borgarinnar í Miðstræti 10 - Fallegt miðborgarútsýni er úr íbúðinni yfir Þingholtin og Reykjavíkurtjörn Íbúðin er skráð 36,6 fm hjá HMS en nýtanlegur gólfflötur er nokkuð stærri þar sem hluti hennar er undir súð. Lýsing eignar:  Gengið upp timburstiga tvær hæðir, á stigapalli framan við íbúðina eru sameiginlegar svalir sem snúa í suður. Setustofa : Rúmgóð og björt stofa með fallegu útsýni yfir Reykjavíkurtjörn, gegnheil hvítlökkuð gólfborð, fallegir listar á gólfi og í loftum setja mikinn svip á eignina. Eldhús : Hvít nýlega endurnýjuð innrétting, baðkar er í eldhúsinu sem er í takti við það sem tíðkaðist í mörgum húsa frá þessum tíma, vaskur við hlið baðkarsins, hvítlökkuð gólfborð, gluggar. Svefnherbergi : Á vinstri hönd þegar komið er inn í íbúðina, hvítlökkuð gólfborð, fataskápur. Salerni : úr eldhúsi er gengið fram á sameiginlegan gang, við ganginn er salerni með glugga sem íbúðin hefur afnot af. Úr ganginum er einnig hægt að komast niður bakstigahús hússins og niður í kjallara þar sem fylgir íbúðinni aðgangur að sameiginlegu þvottahúsi .  Á sameiginlegu rislofti yfir eigninni er lítil geymsla sem íbúðin hefur haft afnot af. Garðurinn er stór, gróinn, skjólgóður og snýr í suður. Húsið var mikið endurnýjað og viðgert á níunda áratugnum og var þá m.a. klæðning hússins endurnýjuð og timburskraut einnig. Einstök íbúð með mikinn karakter í hjarta borgarinnar - stutt í alla helstu verslun og þjónustu - verslanir, veitingastaði og afþreyingu af ýmsu tagi sem finna má í miðborginni. Ágrip af sögu hússins fengið af Facebook síðu Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Húsið var teiknað og reist af Einari J. Pálssyni, einhverjum flinkasta húsasmiðnum í Reykjavík á fyrri tíð. Hann hafði lært bæði húsateiknun og húsamálun í Kaupmannahöfn en meðal annarra verka hans er gamli Iðnskólinn við Lækjargötu og líklega Iðnó líka. Fyrstu árin átti hann sjálfur þetta hús og bjó í því. Á því eru mörg klassísk einkenni, svo sem band með smákröppum um miðju húsins og rákaðar hálfsúlur á hornum. Útbyggt stigahús á gafli er sérstaklega glæsilegt með svölum og bogagluggum settum lituðu gleri á efri hæð. Vindskeiðar eru útskornar af Stefáni Eiríkssyni myndskera. Húsið var enn skrautlegra í upphafi og voru þá m.a. rósabekkir yfir gluggum. Þegar húsið var byggt árið 1903 þótti það eitt hið veglegasta í bænum og leigðu þar ýmsir þjóðþekktir menn, svo sem Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, Bjarni Jónsson frá Vogi, og dr. Alexander Jóhannesson, síðar háskólarektor. Frá 1924 til dauðadags 1938 bjó svo í húsinu Jón Baldvinsson forseti ASÍ og formaður Alþýðuflokksins ásamt konu sinni Júlíönu Guðmundsdóttur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected] Þórður Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 896-4015 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Hallgerðargata 21 105 Reykjavík
Hallgerðargata 21
Fjölbýli / 2 herb. / 60 m2
65.500.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
60 m2
65.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:    Afar falleg og vel skipulögð 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi  við Hallgerðargötu 21 Eignin er skráð 60,3 fm, þar af geymsla 6,5 fm. Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala í s. 865-8515 / [email protected] Lýsing eignar: Forstofa : Harðparket á gólfi, fataskápar. Setustofa : Rúmgóð og björt, opin við eldhús, harðparket á gólfi, útgengt á svalir sem snúa í suður. Innfelld lýsing í loftum. Eldhús : Opið við setustofu, falleg reykt eikarinnrétting, harðparket á gólfi, gott skápapláss, vönduð Siemens eldhústæki (ísskápur og uppþvottavél) eru innfelld í innréttinguna. Innfelld lýsing í loftum. Svefnherbergi : Rúmgott herbergi, harðparket á gólfi, fataskápar. Baðherbergi : Flísar á veggjum og gólfi, baðkar með flísalagðri hlið, hvít innrétting undir vaski og speglaskápar ofan við vask, uppphengt salerni, handklæðaofn. Á gangi framan við baðherbergi er tvöfaldur skápur með tengi fyrir þvottavél og þurrkara . Íbúðinni fylgir rúmgóð sérgeymsla (6,5 fm) í kjallara hússins sem er með aukinni lofthæð - sameiginleg hjólageymsla er einnig í kjallara hússins. Sameiginlegur bílakjallari er undir öllum reitnum, þar sem unnt er að leigja bílastæði (8.000 kr pr. mánuð?). Einnig geta íbúar fengið aðgang að fleiri bílastæðum gegn hóflegu gjaldi. Bílastæði með hleðslustöðvum fyrir rafbíla eru einnig í bílakjallara. Falleg íbúð í nýlegu húsi á eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni - stutt í stofnæðar og alla helstu verslun og þjónustu - fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði í næsta nágrenni Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]  Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Ægisíða 119 107 Reykjavík
Ægisíða 119
Hæð / 2 herb. / 54 m2
57.800.000Kr.
Hæð
2 herb.
54 m2
57.800.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Falleg 2ja herbergja rishæð með aukinni lofthæð að hluta í nýviðgerðu húsi við Ægisíðu 119 í Vesturbænum Lýsing eignar: Setustofa : Mjög rúmgóð og björt með aukinni lofthæð, parket á gólfi, gluggar í þrjár áttir, fellistiga með aðgengi uppá geymsluloft sem er yfir litlum hluta íbúðarinnar.  Eldhús : Parket á gólfi, hvít innrétting, borðkrókur, gluggi.  Svefnherbergi : Gott herbergi, parket á gólfi, gluggar í tvær áttir.  Baðherbergi : Flísar á veggjum og gólfi, sturtklefi með glerhliðum, ljós innrétting undir og ofan við vask, upphengt salerni, handklæðaofn, gluggi.  Þakjárn hússins og járnklæðning voru endurnýjuð 2023-2024.  Frábær staðsetning, stutt í skóla, leikskóla og alla helstu verslun og þjónustu - Háskólinn og miðborgin í göngufæri Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]

Ertu í söluhugleiðingum?

Fáðu ráðgjöf hjá löggiltum fasteignasölum, skráðu þínar upplýsingar hér fyrir neðan og við höfum samband.

Takk fyrir skráninguna

NÝLEGAR EIGNIR

Mánagata 3 105 Reykjavík
Mánagata 3
Parhús / 6 herb. / 136 m2
97.000.000Kr.
Parhús
6 herb.
136 m2
97.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Heildar húseignin / parhús við Mánagötu 3 í...
Hrólfsskálamelur 1 170 Seltjarnarnes
Hrólfsskálamelur 1
Fjölbýli / 3 herb. / 137 m2
148.000.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
137 m2
148.000.000Kr.
Opið hús þriðjudaginn 15. apríl frá kl 17:00 til 17:45 - Hrólfsskálamelur 1, 170 Seltjarnarnes - íbúð...
Hverfisgata 74 101 Reykjavík
Hverfisgata 74
Fjölbýli / 2 herb. / 49 m2
49.800.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
49 m2
49.800.000Kr.
Opið hús þriðjudaginn 15. apríl frá kl 16:45 til 17:15 - Hverfisgata 74, 101 Reykjavík - íbúð 0101...
Bollagarðar 119 170 Seltjarnarnes
Bollagarðar 119
Einbýli / 8 herb. / 250 m2
220.000.000Kr.
Einbýli
8 herb.
250 m2
220.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:     Afar glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús á tveimur...
Öldugrandi 9 107 Reykjavík
Öldugrandi 9
Fjölbýli / 2 herb. / 93 m2
65.900.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
93 m2
65.900.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:     Falleg og vel skipulögð 2ja herbergja íbúð með...
Hverfisgata 85 101 Reykjavík
Hverfisgata 85
Fjölbýli / 2 herb. / 65 m2
74.800.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
65 m2
74.800.000Kr.
 Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir     Mjög falleg, björt og vel skipulögð 2ja herbergja...
Miðhraun 22 210 Garðabær
Miðhraun 22
Atvinnuhúsnæði / 5 herb. / 421 m2
175.000.000Kr.
Atvinnuhúsnæði
5 herb.
421 m2
175.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:      Gott og vel staðsett iðnaðarhúsnæði...
Miðstræti 10 101 Reykjavík
Miðstræti 10
Fjölbýli / 2 herb. / 36 m2
53.000.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
36 m2
53.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Falleg og sjarmerandi risíbúð í glæsilegu húsi á...

STARFSMENN

Ingibjörg Þórðardóttir
Löggiltur fasteignasali
Björg Ágústsdóttir
Skrifstofa/bókhald
Ólafur Már Ólafsson
Löggiltur fasteignasali / Viðskiptafræðingur M.Sc.
Þórður S. Ólafsson
Löggiltur fasteignasali